YOGI TEA

Í meira en 40 ár hefur YOGI TEA® staðið fyrir ljúffengt jurta- og kryddte sem byggir á einstökum Ayurvedic teuppskriftum með rætur í 3.000 ára gamalli indverskri heimspeki.

Þeir sem lifa með opnum huga uppgötva eitthvað frábært í litlum hlutum. Framleiðendum Yogi Tea trúa því að það að lifa í jafnvægi geti gert mikið gott fyrir alla – og að það sé ótrúlega mikill innblástur fyrir það í tebolla!

Saga Yogi Tea hófst með dásamlega ilmandi kryddtei. Þetta te er í dag þekkt sem YOGI TEA® Classic sem lagði grunninn að einstöku úrvali af ljúffengum Ayurvedic jurta- og kryddteblöndum sem höfða jafnt til huga okkar og anda.

Með teunum, jógísku spekinum á hverju temerki og jógaæfingu á hverjum pakka, vill Yogi veita þér innblástur á hverjum degi og stuðla þannig að friðsælli, heilbrigðari heimi fullum af núvitund og hamingju.

Þjónaðu anda þínum. 100% lífrænt – 100% bragð

Yogi tein fást í verslunum og netverslun Heilsuhússins, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Heimkaupum.

SCHAR

Glútenlausu vörurnar frá Schar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá þeim sem þurfa að forðast glúten. Brauðin eru bragðgóð og mjúk, kexin eru stökk og skemmtileg og sætabrauðið gefur öðru hefðbundnara ekkert eftir.

Öll línan er glútenfrí og stór hluti hennar er einnig mjólkurlaus.

Schar fæst í verslunum og netverslun Heilsuhússins, Krónunni, Nettó, Hagkaupum og Fjarðarkaupum.

BIONA

Biona er 30 ára gamalt fyrirtæki sem býður uppá fjölbreytt úrval af lífrænum gæðavörum. Allar vörur frá Biona eru lífrænar, án GMO og annarra aukaefna

Vörurnar eru með 100% rekjanleika. Biona vörulínan hentar einkar vel fyrir grænmetisætur.

Vörurnar eru náttúrulega ræktaðar á lífrænum bóndabýlum án þess að nota skaðleg efni og skordýraeitur; þetta skilar sér ekki aðeins í bragðgóðan mat heldur verndar einnig umhverfið fyrir komandi kynslóðir.

Biona fæst verslun og netverslun Heilsuhússins, Krónunni, Heilsuveri, Heimkaupum og Nettó.

DOVES FARM

Doves farm sérhæfa sig í lífrænu bökunarmjöli og bökunarvörum. Gott úrval af glútenlausu mjöli en glútenlausu mjölblöndurnar henta vel í allan bakstur og matargerð. Doves farm hafa framleitt hágæða mjöl síðan 1977.

Doves Farm vörurnar fást í verslunum og netverslun Heilsuhússins, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Nettó og Krónunni.

 

WHOLE EARTH

Eins og nafnið segir til um þá er náttúran í fyrirrúmi hjá Whole Earth. Vörurnar innihalda engin aukaefni, þær eru lífrænar og náttúrulegar matvörur sem fá bragðlaukana til að kætast.

Hnetusmjörin eru full af próteini, trefjum og nákvæmlega engum viðbættum sykri og eru bragðgóðasta leiðin til að hefja daginn.

Hnetusmjörin frá Whole Earth eru margverðlaunuð fyrir gæði, gott bragð og áferð.

Whole Earth vörurnar fást í verslunum og netverslun Heilsuhússins, Nettó, Krónunni, Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Hagkaupum.

SONNENTOR

Sonnentor framleiðir lífræn og hágæða te og krydd.Grundvallar einkenni Sonnentor er öflug fágun á framleiðslunni frá upprunastað hverrar vöru – lífræna bóndabænum, og í öðru lagi rekjanleiki framleiðanda vörunnar frá neytanda til upprunastaðar framleiðslunnar. Vörur Sonnentor eru ávallt ströngu gæðaeftirliti.

Sonnentor fást í verslunum og netverslun Heilsuhússins, Nettó, Krónunni, Heimkaupum, Fjarðarkaupum og Hagkaupum.

Te og tedrykkir frá Yogi Tea, Qi og Sonnentor.