linsubauna paté

Hér kemur uppskriftin að hátíðlega linsubauna paté-inu, njótið.

1½ dl ósoðnar, brúnar linsubaunir frá Sólgæti
3 dl soðnar, brúnar linsubaunir
1 stk. sveppateningur frá Kallo
½ dl vatn
3 sveppir
3 þurrkaðir shiitake–sveppir eða 4 ferskir
1 laukur
1½ dl valhnetur frá Sólgæti
1 dl kasjúhnetur frá Sólgæti
1 dl kókosolía (bragðlaus)
1 tsk grófmulinn pipar
Sósan:
20 g þurrkuð trönuber frá Sólgæti
4 dl trönuberjasa
6 msk hunang frá Rawse
1 msk appelsínubörkur
10 stk. þurrkaðar apríkósur frá Sólgæti
2 stk. stjörnuanís
1 msk eplaedik
Hnetuhjúpur:
1 dl valhnetur
2 msk hunang frá Rawse
3 dl fersk trönuber til skrauts

Aðferð:
Undirbúningur daginn fyrir matreiðslu:
Látið þurrkuðu sveppina liggja næturlangt í skál með köldu vatni.
Í aðra skál setjið þið kasjúhnetur og 1½ dl af valhnetum. Látið liggja í köldu vatni yr nótt. Báðar skálar geymið þið í ísskáp. Fyrir sósu,leggið trönuber í bleyti yr nótt í 1 dl af trönuberjasafa.

Pâté
Daginn eftir skuluð þið sjóða linsubaunirnar með hálfum sveppa-teningi í u.þ.b. 30 mínútur og láta svo leka vel af baununum í sigti. Bræðið kókosolíuna. Gætið þess þó að hita hana ekki of mikið. Kreistið vatnið úr shiitake–sveppunum og skerið stilkana af. Skerið lauk og sveppi og steikið allt saman upp úr smá olíu á miðlungshita þar til laukurinn verður glær. Hellið af hnetunum og skolið undir köldu vatni. Setjið í matvinnsluvél ásamt lauk, sveppum, pipar og afgangi sveppateningsins. Maukið vel í 1–2 mínútur og skafið innan úr skálinni reglulega og blandið saman við. Bætið linsubaununum við ásamt kókosolíunni. Maukið í aðrar 1–2 mínútur og skafið reglulega. Smakkið til með salti ef þörf er. Setjið blönduna í jólakökuform og geymið í kæli í minnst 4 klukkustundir. Einnig má frysta en þá þarf að gæta þess að taka úr frysti tímanlega áður en borið er fram.

Sósa:
Skerið appelsínubörk og apríkósur í þunna strimla. Maukið trönuberin með töfrasprota ásamt trönuberjasafanum. Setjið í pott með öðrum sósuhráefnum og leyð að malla í 20–30 mínútur á miðlungshita þar til sósan verður sultukennd en þó ekki of þykk. Sósan þykknar líka þegar hún kólnar. Ef hún verður of þykk má þynna hana með skvettu af trönuberjasafa eða vatni.
Hnetuhjúpur:
Veltið 1 dl af valhnetum upp úr hunangi og ristið í ofni við 180° C
í 8–10 mínútur. Kælið og myljið eða grófsaxið yr pâté.