Kryddaður hafragrautur

Ef þig langar að krydda (bókstaflega) gamla góða hafragrautinn aðeins er þetta uppskrift fyrir þig. Matarmikill og fullur af vermandi kryddum. Fullkominn á köldum morgni.

Innihald:

  • 60 gr tröllahafrar
  • 1/2 tsk kanill
  • 1/4 tsk engiferduft
  • 1/4 tsk negulduft
  • Smá himalaya salt eða annað gott salt
  • 10 gr Pulsin hrísgrjónaprótín
  • 125 ml ósætt jurtamjólk
  • 160 ml vatn
  • 100 gr graskersmauk (hægt að nota eplamauk í staðinn)
  • 10 ml hlynsíróp

Aðferð:

  • Settu allt nema prótínduft og hlynsíróp í pott, láttu suðuna koma upp, lækkaðu svo undir og láttu malla í 5 mínútur – hærðu stöðugt
  • Bættu þá prótíndufti og hlynsírópi út í og eldaðu í 1 mínútu til viðbótar
  • Berðu fram með hverju sem hugurinn girnist t.d. hnetusmjöri, jógúrti, mjólk, hnetum, þurrkuðum eða ferskum ávöxtum.

Hráefni í þessa uppskrift fæst m.a. í Heilsuhúsinu

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.