Heimagert kasjúhnetusmjör

Einfalt og ómótstæðilega gott. Það eina sem þú þarft er öflug matvinnsluvél og ofn, og auðvitað hágæða lífrænar kasjúhnetur frá Sólgæti 😉

Innihald:

  • 500gr kasjúhnetur

Aðferð:

  1. Ristið kasjúhneturnar við 150°C í ofni í 10-15 mín, þar til þær eru gullnar og ilma
  2. Látið þær rjúka aðeins en setjið þær meðan þær eru enn heitar í öfluga matvinnsluvél (ég nota magimix)
  3. Látið vélina ganga þangað til úr er orðið silkimjúkt kasjúmauk – stoppið vélina reglulega og skafið niður með hliðunum
  4. Það tekur vélina 10-15 mínútur að ná réttri áferð

Geymið í loftþéttri krukku