Einföld, prótínrík hnetu og súkkulaðistykki

Þessi frábæru prótínstykki eru bæði einföld í framkvæmd og einstaklega bragðgóð.

Þó þú getir keypt 100 mismunandi tegundir af prótínstykkjum úti í búð eru þau heimagerðu alltaf best. Þú veist nákvæmlega hvað fer í þau og auðvitað eru þau mun ferskari en þau keyptu.

Innihald:

  • 130 gr fínmalað hnetusmjör frá whole earth
  • 3 msk (45ml) hlynsíróp
  • 1-2 msk jurtamjólk
  • 2 msk (18gr) svört sesamfræ (mega líka vera ljós), gott að rista þau en ekki nauðsyn
  • 80 gr Pulsin súkkulaði pea prótín
  • 2 msk (30ml) hörfræjaolía (má líka nota hampfræjaolíu)
  • 1/4 tsk himalaya salt eða annað gott salt
  • 50 gr dökkt súkkulaði (má sleppa)

Aðferð:

  • Blandaðu öllu nema sesamfræjum vel saman í stórri skál eða í matvinnsluvél
  • Hnoðaðu sesamfræin saman við svo úr verið mjúkt deig
  • Pressaðu deigið niður í ferkantað form sem passar vel fyrir magnið (stærra form=þynnra stykki, minna form=þykkara stykki)
  • Geymdu í kæli fyrir nótt
  • Skerðu nú niður í stykki, eins stór eða lítil og þú vilt
  • Ef þú notar súkkulaðið skaltu nú bræða það og dreifa með skeið yfir stykkin
  • Geymist í ísskáp í viku eða frysti í mánuð

 

Hráefni í þessa uppskrift fæst m.a. í Heilsuhúsinu

 

Þessi uppskrift er fengin frá peachypalate.com í samstarfi við Pulsin.

Um höfundinn:

I’m Shel but some people call me “Peachy”…I’m the food loving, fitness fanatic, blogger behind Peachy Palate, a website which is now my hub for all the paleo, keto and grain free recipes I create, hoping to inspire people to think outside the box, eating whole foods that truly nourish.