Umhverfið og hreinsiefni

Umhverfið og hreinsiefni:

Það að uppþvottalögurinn freyði vel segir EKKERT til um virkni hans. Margir framleiðendur hreinsiefna nota ótæpilega mikið af freyðiefnum, en þau auka virknina ekkert. Þau eru hins vegar skaðleg umhverfinu. Þess vegna notar Ecover ekki freyðiefni í sínar vörur.

Fosfat í hreinsiefnum er ein af orsökum ofauðgunar í sjónum. Það er kallað ofauðgun þegar þörungavöxtur eyks og rotnandi plöntuleyfar draga úr súrefnismagninu í neðri lögum sjávar. Það leiðir til dauða fiska og annarra lífvera í sjó og ám. Það er sjokkerandi að hugsa til þess að jafnvel í dag innihaldi margar uppþvottavélartöflur allt að 40% fosfat. Ecover notar ekki fosfat í sín hreinsiefni vegna skaðlegra áhrifa þess á umhverfið og með því að nota hreinsiefni án fosfats verndum við fiskimiðin okkar, sem hafa nú í gegnum tíðina skipt sköpum fyrir Íslenska þjóð.

Umhverfisvænar hreinsitöflur í uppþvottavélina eru mögulega dýrari en þær sem eru byggðar á fosfati en þær fara líka mýkri höndum um leirtauið og umhverfið. Við hjá Heilsu notum Ecover hreinsitöflur og við spörum okkur pening með því að brjóta þær í tvennt og nota aðeins hálfa töflu í vélina í senn. Það dugar okkur vel og ég hvet alla sem eru að hlusta til að prófa þetta ráð. Við erum helmingi lengur með pakkann og verndum náttúruna um leið.

Leiðir þú hugann einhverntíman að því þegar þú sprautar salernishreinsi í skálina hjá þér hvar hann endar? Ég gerði það ekki, en þegar ég heyrði að það þurfi 119 lítra af vatni til að þynna út Ecover salernishreinsinn þannig að hann hafi ekki lengur áhrif á lífríkið en 400x meira til að þynna út áhrifin af næsta salernishreinsi á markaðnum, þá gat ég ekki lengur notað annan salernishreinsi. Við erum að tala um að það þarf 47 tonn og 600 lítra til að jafna út áhrifin af næstu vöru!!! Hvað ætli þetta geri fiskinum í sjónum umhverfis landið?

Uppþvottalögurinn frá Ecover er 20x minna eitraður en aðrir uppþvottalegir á markaðnum. Þú ímyndar þér kannski ekki að vatnið sem rennur úr eldhúsvaskinum þínum sé eitrað, en það getur verið það fyrir fiskana og aðrar lífverur sem lifa í sjó og vötnum. Þess vegna velur Ecover innihaldsefni sem brotna hratt niður og hafa lágmarks áhrif á líf í sjó og vötnum.

Ljósnæm bleikiefni (i.e. optical brighteners) eru EKKI hvítari en hvítt. Ecover mun ekki nota nein ljósnæm bleikiefni í sínar hreinlætisvörur. Þau valda ekki bara húðvandamálum, heldur hafa þau engin áhrif á hreinsun eða hreinleika þvottarins.

Viltu vera umhverfisvænni og sparsamari um leið? Það þarf ekki að vera svo flókið. Íslenskt vatn er mjög „mjúkt“ miðað við vatnið í Evrópu. Það vinnur betur með þvottaefnunum og því þurfum við alls ekki að nota eins mikið og sagt er til um á umbúðunum. Þegar við hjá Heilsu erum að þvo okkar þvott notum við sjaldan meira en hálfan tappa af fljótandi þvottaefninu frá Ecover, en á umbúðunum er gert ráð fyrir að fólk noti einn og hálfan tappa. Þannig getum við sparað peninginn okkar og dregið úr efnunum sem við losum út í umhverfið. Með þessu eina sparnaðarráði erum við 3x lengur með þvottaefnisbrúsann!

Svo er það mýtan um að vörur sem fara betur með umhverfið virki bara ekki eins vel á skítinn. Auðvitað eru slíkar vörur á markaðnum og áður en ég kynntist vörunum frá Ecover hafði ég oft reynt að kaupa umhverfisvænar vörur sem ég verð að viðurkenna að ég varð oft fyrir vonbrigðum með. Núna er ég tilbúin að stíga skrefið og nota eingöngu umhverfisvænar vörur því að Ecover er ekki bara að hugsa um umhverfisvernd, heldur líka að vörurnar virki jafn vel og eitruðu vörurnar og séu jafn þægilegar í notkun. Good housekeeping institute í Bretlandi eru samtök sem staðfæra má sem Húsmæðrasamtök Bretlands. Þau prófa vörur á markaðnum og bera saman hversu vel þær virka. Þessi samtök hafa nú gefið ákveðnum vörum frá Ecover gæðastimpilinn sinn þar sem Ecover vörurnar virka jafn vel og stundum betur en markaðsleiðandi vörur. Ecover tekur óhreinindin föstum tökum en fer mjúkum höndum um náttúruna – það er bara bónus!

Við eigum flest ótrúlega flottan stíflueyði í eldhússkápunum okkar. Stíflueyði sem er engin hætta á að börnin okkar drekki og hljóti varanlegan skaða af og hann eyðir ekki lífi í sjó og vötnum. Töfraorðið er matarsódi, en með því að hella einum bolla af matarsóda í niðurfallið og þar á eftir tveimur könnum af sjóðandi vatni, ætti að losna um stífluna! Ef þetta dugar ekki, þá má prófa ½ bolla af matarsóda og ½ bolla af ediki og hella svo sjóðandi vatni yfir. Einfalt, ódýrt og umhverfisvænt!!!

Við hvetjum alla sem lesa þessa punkta til að bæta inn EINU skrefi til bættrar umgengni við náttúruna á hverju ári. T.d. að velja umhverfisvænar hreinlætisvörur,  safna saman öllum álumbúðum sem falla til heima, t.d. baunadósum og slíku, og fara með í járngáminn á Sorpu, gera slíkt hið sama með allar glerkrukkur, þær faraí steinefnagáminn og  lokin af þeim fara líka í járngáminn, og auðvitað setja allan pappír sem fellur til heima í blaðagám, hjóla í stað þess að keyra og svo framvegis. Margt smátt gerir eitt stórt og við verðum að vera ábyrg því að við erum svo sannarlega að ganga á auðlindir náttúrunnar dag hvern og við sem lifum á jörðinni í dag verðum að varðveita hana vel fyrir komandi kynslóðir.