Ilmur með tilgang

Sparoom ilmkjarnaolíur og ilmolíulampar

Ilmkjarnaolíur eru unnar úr hinum ýmsu jurtum, trjám, laufum og ávöxtum. Hver jurt hefur þennan megna ilmkjarna sem er ýmist fenginn með gufueimun eða pressun.

Ilmkjarnaolíur hafa verið notaðar til heilsubótar um árhundruð en á síðustu árum hafa þær náð mikilli útbreiðslu og vinsældir þeirra aukast sífellt þegar fleiri og fleiri uppgötva eiginleika þeirra.

Það er mikilvægt að velja góðar og hreinar olíur því þær sem eru lakari að gæðum geta bæði verið gagnslausar og varasamar.

Sparoom framleiða 100% hreinar, hágæða ilmkjarnaolíur fyrir alla fjölskylduna og hafa hér sett saman sérstakar blöndur og stakar olíur sem henta vel fyrir börn og foreldra.

Hafa skal í huga að börnin eiga ekki að fá að meðhöndla olíurnar sjálf. Þær á að nota í ilmolíulampa nærri þeim eða út í grunnolíu til að bera á húðina. Olíurnar eru aðeins til innöndunar eða útvortis notkunar, þær ætti aldrei að taka inn eða nota óblandaðar á húð barna.

Happy Baby sett – róandi, slakandi og upplífgandi

  • Hush little baby er blanda af marjoram, lavender, cedarwood og mandarin ilmkjarnaolíum – blanda sem er hugsuð til að draga úr óróleika og skapa slakandi andrúmsloft
    • Gott að setja í ilmlampann á kvöldin til að hjálpa barninu að slaka fyrir svefninn
  • Pacifier er blanda af tangerine, lavender, mandarin og roman chamomile ilmkjarnaolíum – blanda sem er ætla að róa og hafa upplífgandi áhrif
    • Gott að setja í ilmlampann ef barnið er órólegt, kvíðið, eða vansælt.
  • Lavender – hrein lavenderolía en hún er þekkt fyrir að hafa róandi áhrif, slaka á spennu og hjálpa með svefn
    • Góð fyrir svefninn og almenna slökun. Góð í ilmlampann eða út í grunnolíu sem nuddolía.
  • Sweet orange – hrein appelsínuolía en hún er talin upplífgandi en á sama tíma getur hún verið góð við streitu og haft slakandi áhrif
    • Góð í ilmlampann eða út í grunnolíu sem nuddolía. Góð að morgni til hressingar eða í skammdeginu til að lífga uppá skapið.

Healthy baby sett – verja gegn pestum og létta á einkennum

  • Lemon
    • Hrein sítrónuolía en hún er þekkt fyrir sótthreinsandi eiginleika og upplífgandi ilm
    • Þessi er sígild og hressandi, góð í ilmlampann eða út í grunnolíu sem nuddolía. Má líka blanda með vatni í spreybrúsa til að þrífa yfirborð eða nota í þvottavélina til að fá góðan, náttúrulegan ilm.
  • Tummy
    • Blanda af piparmyntu, spearmint, engifer, kúmeni, kóríander, fennel og tarragon ilmkjarnaolíum – blanda sem er ætlað að róa magann og draga úr einkennum eins og ógleði og vindgangi
    • Góð í ilmlampann þegar magapestir herja á . Gott að anda að sér til að slá á ógleði. Sniðugt að blanda í grunnolíu og bera á kviðinn við magakveisu, vindgangi eða öðrum meltingartruflunum.
  • Eucalyptus
    • Hrein eucalyptus ilmkjarnaolía en hún er þekkt fyrir sótthreinsandi eiginleika og að létta á kvefeinkennum eins og stífluðu nefi og hósta
    • Góð í ilmlampa við kvefi, hósta og stíflum. Gott að blanda í grunnolíu og bera á bringuna við hósta eða undir nefið við stíflum.
  • Germinator
    • Blanda af lemon eucalyptus, sítrónugrass, litsea cubeba, citronella, palmarosa og tea tree ilmkjarnaolíum – Sótthreinsandi blanda sem er hugsuð sem bæði forvörn og til að vinna á einkennum veikinda
    • Sótthreinsandi blanda sem er gott að setja í ilmlampann þegar veikindi herja á heimilið. Líka gott að blanda í grunnolíu og bera smá á hendur og háls áður en farið er í skóla eða leikskóla. Sniðugt að blanda með vatni í spreybrúsa og spreyja smá í hárið – getur fælt lús

 

Olíurnar er líka hægt að kaupa stakar.

Ilmolíulamparnir eru gullfallegir

Til í tveimur gerðum og afar einfaldir í notkun. Þú einfaldlega tekur lokið af, fyllir með vatni að línunni og setur nokkra dropa af ilmkjarnaolíu út í. Svo lokar þú lampanum, setur hann í samband og kveikir á. Hann gengur í 2-3 tíma á hverri fyllingu en auðvitað er hægt að stoppa hann hvenær sem er.

Stærri gerðin er hringlaga með myndum

Minni gerðin er dropalaga og kemur í 2 litum

Sparoom vörurnar fást hjá Heilsuhúsinu og Lyfju