Sink

Sink er mikilvægt fyrir eðlilega skiptingu og starfsemi fruma. Það er samvirkt A-vítamíni og mikilvægum fitusýrum við margskonar starfsemi líkamans. Sink er nauðsynlegt til myndunar á kjarnasýrunum RNA og DNA og til eðlilegrar starfsemi ýmissa hvata. Sink tekur þátt í mörgum hvataferlum og hormónastarfsemi, ekki síst starfi kynhormóna. Það hefur áhrif á öndun vefja og eðlilegan vöxt. Sink er mikilvægt á þeim tímabilum sem líkaminn er upptekin við hormónatengdar breytingar svo sem við kynþroska, brjóstagjöf og meðgöngu. Gelgjubólur hafa m.a. verið raktar til lágs sinkmagns í líkama unglinga.

Löngum hefur því verið haldið fram að lifur, ostrur, hnetur og fræ séu kynörvandi. Það kann einmitt að vera vegna sinkinnihalds þessara fæðutegunda. Sink gegnir afar mikilvægu hlutverki í allri tímgunarstarfsemi karla, ekki síst hormónamyndun, framleiðslu sæðis og hreyfanleika þess.

Þegar sinks hefur verið neytt sendir skjaldkirtillinn pikólinatsýru til meltingafæranna. Pikólínatsýran gengur í efnasamband við sinkið og myndast þá efni sem auðveldar frásog meltingafæranna. Beint samband virðist vera á milli þess magns af sinki sem líkaminn getur nýtt sér og framboði af pikolinati. Þannig verður sinkskortur í líkamanum ef framleiðsla hans á pikkóllínatsýru er ábótavant vegna fæðingargalla, sjúkdóma eða skorti á vítamíni B-6.

Þegar aldurinn færist yfir minnkar hæfileiki skjaldkirtilsins til að framleiða pikólínatsýru sem er nauðsynleg til að líkaminn geti frásogað sink úr fæðunni. Þetta er talin aðal orsök minna sinks hjá öldruðum en einkenni sinkskorts kemur einmitt oft í ljós hjá þeim, í formi skerts bragð- og lyktarskyns, minnkaðs viðnáms gegn sýkingum sem og í því að sár gróa hægt. Ef sink er tekið sinn sem sink-pikólínat kemur vanhæfni skjaldkirtilsins ekki að sök.

Sink er helst að finna í lambakjöti, svínakjöti, hveitikími, ölgeri, eggjum, en lang mest er þó af sinki í ostrum. Einnig er sink í lifur, hnetum, fræjum, sjávarfangi, sojabaunum og grænmeti.

Einkenni sinkskorts geta verið æðakölkun, svefn- og hegðunartruflanir, hárlos, flasa, getuleysi, minnisleysi og blöðruhálkirtilsvandamál hjá körlum. Jafnfram lýsir sinkskortur sér einnig í minni mótstöðu gegn sýkingum, hvítum blettum á nöglum, því að sár gróa seint, skertu bragð- og lyktarskyni auk húðvandamála.

Ráðlagðir dagsskammtar eru:

  • ungbörn að hálfs árs aldri: 2 mg
  • ungbörn hálfs til 3 ára: 5 mg
  • börn 4-6 ára: 6 mg
  • börn 7-10 ára: 7 mg
  • karlar 11-18 ára: 11 mg
  • karlar 19 ára og eldri: 9 mg
  • konur 11-18 ára: 9 mg
  • konur 19 ára og eldri 7 mg
  • þungaðar konur: 9 mg
  • konur með barn á brjósti: 11 mg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.