Múltí Míneral

Steinefni eru nauðsynlegur þáttur í næringu okkar. Þau eru ómissandi fyrir beinin, tennurnar, vöðvana, blóðið og taugafrumur. Steinefni eru samvirk með ensímum í mörgum lífefnafræðilegurm og lífeðlisfræðilegum ferlum líkamans, þar með talið flutning súrefnis til fruma og sum þeirra eru mikilvæg við framleiðslu hormóna.

Viss hætta fylgir menningu nútímans. Sú hætta er að aukin umhverfismengun, skordýraeitur, geislun, útblástur bifreiða, úrgangur verksmiðja eða mikið unnar matvörur eyði úr líkömum okkar og fæðunni þeim vítamínum og steinefnum sem við þurfum nauðsynlega á að halda. Þrátt fyrir að rannsóknir hafi sannað mikilvægi steinefna fyrir líkama okkar, vanmeta margir ennþá þýðingu þess að neyta nægilegs magns þeirra í daglegu fæði.

Hver tafla af Múltí Míneral inniheldur:

Kalk250mg
Fosfór100mg
Magnesíum100mg
Kalíum75mg
Mangan750µg
Járn (prótínbundið ferrus fumarate)10mg
Sink (sink glúkonat)3,5mg
Kopar500µg
Króm50µg
Selen50µg
Silica (kísilsýra)7,5mg

 

Multi mineral eru náttúrulegar steinefnatöflur, sérstaklega samansettar með þarfir íslendinga í huga.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.