Soja ísóflavón

Ísóflavón eru efni sem fyrirfinnast í jurtum. Soja ísóflavón eru jurtaestrógen, sem merkir að þau hafa svipuð áhrif í líkamanum og estrógen. Mest rannsökuð þessara efna eru genistein og daidzein. Þó að ísóflavón séu ekki svokölluð lífsnauðsynleg næringarefni eins og t.d. vítamín, geta þau dregið úr hættu á alvarlegum sjúkdómum. Þar af leiðandi geta þau verið mikilvægur þáttur í viðhaldi góðrar heilsu.

Soja er þekkt fyrir að minnka of hátt kólesteról. Rannsóknir benda til að ísóflavónin séu hugsanlega helstu virku efnin sem lækka kólesterólið.1,2 Soja ísóflavón virðast einnig gagnast til að verjast sumum tegundum krabbameins.3,4,5,6 Sér í lagi gagnast soja ísóflavón gegn þrautum tengdum breytingarskeiði kvenna, þá einkanlega svitakófum.7,8,9 Aðrar rannsóknir staðfestu þessar niðurstöður. Nokkrar rannsóknir gefa einnig vísbendingar um að þau geti komið að gagni gegn beinþynningu og virðist þau fremur stuðla að uppbyggingu en fyrirbyggja niðurbrot. Nýlega birtust í ritinu Obstetrics and Gynaecology niðurstöður japanskrar rannsóknar á 478 konum sem voru komnar yfir breytingarskeiðið. Þessi rannsókn sýndi að konur sem borðuðu mikið af sojaafurðum eins og tofu, sojamjólk og soðnum sojabaunum, höfðu greinilega þéttari bein en þær sem notuðu lítið af þessum afurðum. Einnig höfðu þær færri einkenni tengdra þrauta eins og bakverki og liðverki.

Bæði eru soja ísóflavón fáanleg ein sér og í fjölefnablöndum eins og bætiefninu Kvennablómi, sem er sérstök bætiefnablanda fyrir konur á breytingarskeiði.

Yfirleitt er ráðlagt taka um 200 mg af ísóflavónum daglega.

Heimildir:

  1. Crouse JR III, Morgan T, Terry JG, et al. A randomized trial comparing the effect of casein with that of soy protein containing varying amounts of isoflavones on plasma concentrations of lipids and lipoproteins. Arch Intern Med.1999;159:20702076.
  2. Anderson JW, Johnstone BM, Cooke-Newell ME. Meta-analysis of the effects of soy protein intake on serum lipids. N Eng J Med. 1995;333:276281.
  3. Messina MJ, Persky V, Setchell KD. Soy intake and cancer risk: a review of the in vitro and in vivo data. Nutr Cancer. 1994;21:113131.
  4. Adlercreutz H, Mazur W. Phyto-oestrogens and western diseases. Ann Med. 1997;29:95120.
  5. Day NE. Phyto-estrogens and hormonally dependent cancers.Pathol Biol. 1994;42:1090.
  6. Ingram D, Sanders K, Kolybaba M, et al. Case-control study of phyto-oestrogens and breast cancer. Lancet. 1997;350:990994.
  7. Albertazzi P, Pansini F, Bonaccorsi G, et al. The effect of dietary soy supplementation on hot flushes. Obstet Gynecol.1998;91:611.
  8. Murkies AL, Lombard C, Strauss BJG, et al. Dietary flour supplementation decreases post-menopausal hot flushes: effect of soy and wheat. Maturitas. 1995;21:189195.
  9. Scambia G, Mango D, Signorile PG, et al. Clinical effects of a standardized soy extract in postmenopausal women: a pilot study. Menopause. 2000;7:105111.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.