Silica

Silica öðru nafni kísill hefur oft verið kallað gleymda næringarefnið. Silica er eitt algengasta steinefnið á yfirborði jarðar og það er jafnframt mikilvægt næringarefni fyrir heilbrigði fólks. Það er eitt af nauðsynlegum næringarefnum til vaxtar og viðhalds lifandi vera. Kísill örvar efnaskipti og myndun fruma. Hann styrkir allan bandvef, er bólgu- og sýklaeyðandi auk þess að vera gleypinn og lyktarbindandi. Kísill er sérstaklega mikilvægur fyrir heilbrigði hárs, nagla, húðar, beina og brjósks. Einnig er talið að hann geti unnið gegn hjartasjúkdómum, og beingisnun. Kísill örvar ónæmiskerfið til að hjálpa líkamanum við að berjast við sjúkdómsvaldandi boðflennur.

Kísill eykur teygjanleika og þéttleika vefja og slímhúðar. Því hefur hann góð áhrif á fólk með æða- og lungnasjúkdóma, vandamál tengd meltingafærum svo sem magasár, þembu, brjóstsviða, vindgang, harðlífi og niðurgang.

Til að líkaminn geti nýtt sér kísil í fæðu verður hann að vera í vatnsuppleysanlegu sambandi við súrefni þ.e. vera kísilsýra. Kísilsýru er hægt að fá bæði í fljótandi formi og töflum. Fljótandi kísilsýra er einnig notuð útvortis til að styrkja og hreinsa húðina, sérstaklega af unglingabólum og fílapennslum, með góðum árangri.

Kísil er helst að finna í heilkornaafurðum, haframjöli, hýðishrísgrjónum, papriku, agúrkum, jarðaberjum, sojabaunum grænu laufgrænmeti og rótar grænmeti. Albesta uppspretta kísils er þó elfting.

Einkenni kísilskorts hjá fólki er talin vera lélegt minni, hármissir og lélegur vöxtur nagla. Kísilmagn í líkamanum minnkar eftir því sem við eldumst og því er talið að eldra fólk hafi meiri þörf fyrir hann.

Þegar við eldumst, minnkar magn kísils í líkama okkar, en það getur stuðlað að ýmsum þáttum öldrunar svo sem beinþynningu og hjartasjúkdómum. Silica hefur verið notað til að lækna beinbrot og auka þéttni beina við beinþynningu. Árið 1993 var var gerð tilraun í Frakklandi, þar sem 8 konum með beinþynningu (meðalaldur 64 ára) var gefið 50 mg af silica tvisvar á dag í 4 mánuði. Niðurstaðan var að þéttleiki í lærleggjum jókst verulega. Rannsóknir sýna að silica getur komið að gagni við sumum hjartasjúkdómum. Í einni tilraun var rottum með háþrýsting gefið silica í 6 vikur, á sama tíma sem viðmiðunarhópur fékk saltlausn. Eftir viku var silica-hópurinn með lærri blóðþrýsing en hinar rotturnar og hélst það þannig þar til viku eftir að meðferð var lokið. Í annarri tilraun reyndist silica draga úr æðakölkun í rottum sem fengu kólesterólríkt fæði. Klóelfting er einkar auðug af auðmeltanlegum kísil og er því notuð í silica bætiefnatöflur.

Ráðlagðir dagsskammtar hafa ekki verið ákveðnir en talið er að milli 20 40 mg af kísilsýru sé nægileg.

Heimildir:

  • Edward A. Lemmo, Ph.D., Silica (New Canaan, CT: Keats Publishing, 1998).
  • Elson M. Haas, M.D., Staying Healthy With Nutrition (Berkeley, CA: Celestial Arts, 1992), 184-185.
  • C. Leigh Broadhurst, Ph.D., Silicon is for Good Bones.Health and Nutrition Breakthroughs (Jan 1998), 30-32.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.