Sabal Forte

Ef þú ert karlmaður og lifir nógu lengi eru miklar líkur á því að þú eigir eftir að finna fyrir óþægindum af góðkynja stækkun blöðruhálskirtils (gsb). Um 90% karlmanna sem ná áttræðisaldri hafa einhver merki um þennan sjúkdóm. Læknisfræðin hefur fá ráð við gsb önnur en að bíða þar til blöðruhálskirtillinn er orðinn það stór að nauðsynlegt reynist að fjarlægja hann. Sabal Forte er gagngert sett saman úr fjórum efnum sem rannsóknir sýna að hvert fyrir sig gagnist vel við þessum heilsufarsvanda.

Freyspálmi

Fituleysanlegt þykkni sem búið er til af berjum Saw palmetto trésins (ameríska dverga pálmatrésins) er einstaklega áhugaverður valkostur við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. Þetta tré vex aðallega í Bandaríkjunum þó svo að berin séu mest notuð til lækninga í Evrópu. Virkni þess byggist á því að efni sem í því eru blokka ensímið sem breytir testósteróni í DHT. Margar rannsóknir hafa verið gerðar sem sýna fram á virknina og benda þær til þess að breytingar til hins betra geta komið fram eftir 4-6 vikur hjá 2 af hverjum 3 mönnum sem taka inn freyspálma. Freyspálmi virkar á sama hátt og sum lyf sem gefin eru við góðkynja stækkun blöðruhálskirtilsins.

Birtar hafa verið niðurstöður rannsóknar sem gerð var síðasta áratug 20. aldar, á 435 körlum í þrjú ár. Læknar rannsökuðu mörg ólík einkenni sem eru dæmigerð fyrir blöðruhálkirtilsstækkun. Eftir að hafa tekið inn freyspálmaþykknið fundu 73% þáttakenda í rannsókninni að þeir þurftu sjaldnar að pissa á nóttunni. Helmingur þáttakenda hafði betri tæmingu þvagblöðru við þvaglát og voru lausir við að þvagrestar urðu eftir í blöðrunni, nokkuð sem getur leitt til þvagheftis og þvagfærasýkingar. Næstum helmingur þáttakenda höfðu kraftmeiri bunu eftir notkun freyspálmans.

Í Prostate 1996; 29:231-240 er grein um tvíblinda rannsókn á 1098 karlmönnum yfir fimmtugt með gsb. Þátt tóku 87 þvagfæradeildir og borin voru saman náttúrulyf úr freyspálma og hefðbundið lyf við gsb. Í hópnum sem fékk freyspálmann fengu jafn margir bata og í hópnum sem fékk hefðbundna lyfið eða 39%.

Þegar valið er að nota náttúruefni til að meðhöndla blöðruhálskirtilsvandamál er nauðsynlegt að fara fyrst til læknis og fá staðfest hvers eðlis vandamálið er, að ekki sé um krabbamein að ræða.

Pygeum africanum

Pygeum er stórt sígrænt tré sem vex í Mið- og Suður-Afríku. Börkur trésins hefur verið notaður frá ómuna tíð gegn þvaglátsþrautum. Fjöldi tvíblindra rannsókna bendir til að Pygeum geti dregið úr góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. T.d. var slík rannsókn gerð í Evrópu á 263 körlum, 50-85 ára, þar sem helmingur hópsins fékk Pygeum og hinn helmingurinn lyfleysu. Eftir meðhöndlun var greinilegur munur á hópunum, verulegur bati var hjá hópnum sem fékk Pygeum, minni eftirstöðvar þvags við þvaglát, sem sé betri tæming blöðru, kröftugra þvagrennsli, minni næturþvaglát og færri salernisferðir að degi. Ekki er vitað hvernig Pygeum vinnur, en talið er að jurtin dragi úr bólgu jafnframt því að hemja þá þætti sem valda stækkun blöðruhálskirtilsins.

Graskersfræsolía

Olían hefur verið notuð í aldanna rás sem náttúrumeðal. Notkun hennar í dag er mjög í anda þess hvernig frumbyggjar Norður Ameríku notuðu olíuna. Til dæmis notuðu Cherokee indíánar graskersfræolíu í barnalækningum til þess að börn hættu að pissa undir. Þessi olía er notuð sem meðferð við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils í dag. Komið hefur í ljós í nokkrum rannsóknum sem gerðar hafa verið að notkun graskersfræsolíu getur minnkað einkennin sem koma fram á fyrstu stigunum. Má þar nefna bið eftir að þvagrennsli hefjist, næturferðir á klósettið og fleira. Þetta kom meðal annars í ljós í rannsókn sem 53 sjúklingar tóku þátt í yfir 3ja mánaða tímabil. Í Þýskalandi var fylgst með 2.245 sjúklingum sem fengu þykkni úr graskersfræsolíu í 3 mánuði. Bati mældist hjá 41,4% sjúklinga, þvagbunan varð kröftugri, það dró úr þvagleka, einnig dró úr þrýstings- og spennutilfinningu sem leidda að sjálfsögðu til betri líðunar.

Náttljósarolía

Náttljósarolía inniheldur m.a. fitusýru sem heitir gammalínólensýra. Hún er mikilvæg fyrir heilbrigði hverrar einustu frumu í líkamanum. Þessi fitusýra kemur að ýmsum ferlum í starfsemi frumanna, einnig í blöðruhálskirtlinum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.