RNA-DNA

Í Bætiefnabiblíunni eftir Earl L. Mindell, segir: Dr. Benjamin S. Frank komst að því að hrörnandi frumur er hægt að yngja upp ef þær fá efni sem næra þær beint svo sem kjarnsýrur. DNA (deoxyríbósakjarnsýra) og RNA (ríbósakjarnsýra) eru kjarnsýrurnar okkar. DNA er í eðli sínu efnafræðileg hella fyrir nýja frumur. Hún sendir RNA-sameindir af stað í vel skipulögðum vinnuhópum til að mynda þær. Þegar DNA hættir að gefa RNA-skipanir hættir ný frumumyndun – svo og lífið.

Samkvæmt kenningum Dr. Frank þurfum við 1 til 1½ g af kjarnsýrum á dag. Þó að líkaminn geti myndað sínar eigin kjarnsýrur, finnst honum að þær skiptist í ónytsamari efnasambönd of fljótt og að ef seinka á öldrun, þurfi að afla þeirra utan frá.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.