Ostron

Vitað er að beinþynning, sem því miður er allt of algengur sjúkdómur, byrjar að myndast löngu áður en breytingarskeiðið hefst. Vandamál brothættra beina eru tengd breytingum í hormónajafnvægi sem leiða til skorts á hormónum eins og estrógeni sem tengist upptöku og nýtingu kalks. Yngri konur hafa alla jafna næga framleiðslu estrógens og prógesteróns til að svara og viðhalda kalkþörf líkamans. Upp úr miðjum fjórða áratug ævinnar er hægfara samdráttur í framleiðslu þessara hormóna, án þess að hans verði sérstaklega vart. Þessi samdráttur leiðir svo að lokum til breytingarskeiðsins.

Ótal rannsóknir víða um heim staðfesta að samband er á milli kalkneyslu, upptöku kalks og beinþynningar. Þetta er einkar greinilegt hjá konum sem ættu að taka aukaskammt af kalki upp úr þrítugsaldri. Einnig eru æ fleiri vísbendingar um að karlmenn séu alls ekki ónæmir fyrir þessum vanda.

Nýting eða frásog kalks í líkamanum er háð ótal þáttum, m.a. hvort nægilegt magn sé af öðrum steinefnum eins og magnesíum, bóroni og sinki, einnig vítamínum og þá sérstaklega D-vítamíni og B-6. Að sjálfsögðu skipta hormónin líka höfuðmáli.

Kalk eitt og sér er ólíklegt til að gagnast mikið. Betra er að nota bætiefni sem inniheldur góða samsetningu efna, sérvalin til að stuðla að heilbrigðum beinum. Margir efast um að kalk gagnist nokkuð að ráði, þegar það er tekið inn eftir breytingarskeiðið. Flestum ber hins vegar saman um að það fyrirbyggi vanda síðari ára, sé gott bætiefni notað til að byggja upp beinin í tíma, löngu áður en þrautir breytinarskeiðsins gera vart við sig. Raunar er stöðugt lögð meiri áhersla á að konur tryggi sér nægilegt kalk yfir ævina.

Gæði kalk-bætiefnis er afar þýðingarmikið. Náttúran býður upp á margvísleg kalksölt og til að hámarka nýtingu líkamans á því sem honum er gefið, ætti gott bætiefni að innihalda fleiri tegundir kalksalta. Einnig þau efni önnur sem tryggja frásog og hámarksnýtingu kalksins.

Ostron inniheldur kalk (úr kalk sítrati, kalk amínókelati og kalk fosfati), magnesíum, D-vítamín, bóron, vítamín B-6, fólínsýru, sink, kopar og mangan.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.