Molkosan

Mysuþykkni, hlaðið jákvæðri L(+)-mjólkursýru

Mysa fellur til við ostagerð. Hún inniheldur B-2 vítamín og verðmæt steinefni svo sem kalíum, kalk, fosfor og járn, einnig mjólkursykur. Annað mikilvægt efni í mysu er órótsýra. Frumukjarninn í frumum líkamans þarf þessa sýru til að starfa eðlilega. Fyrr á öldum voru mysukúrar vinsælir megrunar- og hreinsikúrar fyrirfólks.

Molkosan er þykkni úr mysu, sem látin er gerja með völdum bakteríum og inniheldur óvenju hátt hlutfall (um 7%) af svonefndri hægrisnúandi L(+)-mjólkursýru sem er einkar verðmæt fyrir líkamann. Með öll sín jákvæðu áhrif gengur hún hratt og örugglega inn í efnaskiptaferli hans. Fyrrnefnd órótsýra er líkamanum einnig afar aðgengileg úr þessu þykkni. Molkosan er hitaeiningasnautt og laust við fitu og eggjahvítu.

Heilnæmt og hreinsandi

Molkosan örvar og jafnar mismunandi efnaskiptastarfsemi og léttir á meltingunni. Mjólkursýrubakteríurnar sameinast öðrum gerlagróðri meltingarfæranna sem mynda svonefnda þarmaflóru. Sé hún einhverra hluta vegna í ólagi, er Molkosan kjörið til að byggja hana upp aftur og koma henni í samt lag. Auk þess að hafa jákvæð áhrif á starfsemi þarmanna og sýrustig magans, virkar Molkosan vel á öll efnaskiptin, einkum starfsemi lifrar og nýrna sem skila hlutverki sínu við losun úrgangsefna betur fyrir vikið. Venjulega er tekin 1 msk. í glas af vatni. Einnig má nota Molkosan í stað ediks í salatsósur.

Molkosan gegn sveppum og psóreasis

Vísindin hafa staðfest gildi mysubaða fyrirfólks til forna, því starfsemi húðarinnar örvast. Molkosan er sótthreinsandi og hefur kröftug hemjandi áhrif á myndun Candida albicans sveppsins. Einnig getur það hægt á útbreiðlsu annarra örvera sem valda sýkingu á húð, slímhúð og í þörmum.

Útvortis er Molkosan notað á exem og útbrot, einnig tásvepp. Er þá gott að væta viðkomandi staði með Molkosan a.m. tvisvar sinnum daglega, helst oftar. Við tásvepp hefur reynst vel að nota það til skiptis við Spilanthes og te trés olíu. Í Fachzeitschrift für Podologie er grein um mjög góðan árangur af mysu á psoreasis og er þar sérstaklega bent á Molkosan. Útþynnt er það notað til að hreinsa sár auk þess sem það flýtir fyrir bata.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.