BarnaVít

Fjöldi rannsókna erlendis hafa leitt í ljós mikilvægi vítamína fyrir börn og unglinga. Hafa niðurstöður þessara rannsókna m. a. birst í hinu virta breska læknariti „The Lancet“. Þar birtust fyrir nokkrum árum niðurstöður rannsóknar sem bendir til stóraukins námsárangurs hjá börnum sem notuðu fjölvítamín. Þessi rannsókn, sem og fleiri t.d. frá Bandaríkjunum, sýna fram á verulega aukna námsgetu við neyslu fjölvítamína.

Magn vítamína og steinefna í BarnaVít hefur verið ákvarðað með hliðsjón af ráðlögðum dagsskömmtum í töflu manneldisráðs. BarnaVít inniheldur valin bætiefni til að viðhalda nægum forða allra helstu vítamína og steinefna, ekki síst þegar að næringarvenjur uppfylla ekki bætiefnaþörf barns.

Tvær töflur af BarnaVít innihalda:

Vít. A(beta karotín) 4000 ae1200µg
Vít. D(kólíkalsíferól) 400 ae12µg
Vít. C(askorbínsýra)50mg
Vít. E(d-alfa tókóferýl)10ae
Vít. B-1(tíamín mónonítrat)2mg
Vít. B-2(ríbóflavín)2mg
Vít. B-3(níasínamíð)15mg
Vít. B-5(pantótensýra)10mg
Vít. B-6(pýridoxín HCL)2mg
Vít. B-12(sýanókóbalamín)3µg
Kólín(kólín bítartrat)5mg
Inósítól5mg
PABA5mg
Fólínsýra200µg
Bíótín30µg
Kalk(kalsíum karbónat)25mg
Járn(ferrus fúmerat)5mg
Joð(úr kelp)50µg
Magnesíum(magnesíum oxíð)12mg
Mangan(manganglúkonat)1mg
Sink(sinkoxíð)2mg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.