Bantamín Súper

Bantamín Súper samanstendur af efnum sem auka brennslu líkamans og er Bantamín Súper einkum notað af þeim sem eru að grenna sig. Eftirtalin efni eru í Bantamín Súper:

Inniheldur:Lecithin400 mg
Eplaediksduft80 mg
Sink5 mg
Kelp33 mg
Járn6 mg

Lecithin heldur blóðfitunni í uppleystu formi og hindrar þannig að hún festist innan á æðaveggina og myndi æðakölkun, einnig hindrar það að of mikil fita safnist í lifur. Eplaedik inniheldur mikið af steinefnum, m.a. kalíum, sem er nauðsynlegt til að fyrirbyggja að óeðlilega mikill vökvi setjist að í vefjunum. B-6 vítamín er mikilvægt fyrir efnaskipti eggjahvítu og starfsemi lifrarinnar. Það hjálpar einnig til við að halda jafnvægi á milli natríums og kalíums í líkamanum, en þessi efni sjá m. a. um að halda vökva líkamans í réttu horfi.

Kelp er ákveðin tegund þara sem er mjög stein- og snefilefnaríkur. Meðal annars inniheldur kelp mikið af joði sem er nauðsynlegt til að efnaskiptakerfið brenni næringunni nægjanlega vel. Austurlandabúar, t. d. Japanir nota mikið af sjávargróðri í sinni matargerð. Oft er því haldið fram að þetta sé ein af ástæðum þess að miklu minna er hjá þeim um offituvandamál, hjartasjúkdóma og háþrýsting en hjá mörgum vestrænum þjóðum.
Bantamín er ekki lengur fáanlegt hjá Heilsu ehf.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.