B – Súper

Hver tafla af B-SÚPER inniheldur öll B-vítamín í miklum styrkleika. Þessi vatnsleysanlegu vítamín hafa samverkandi hlutverkum að gegna í efnaskiptum líkamans, m. a. til viðhalds góðri meltingu og til að leysa orku úr fæðunni. Þau hjálpa ensímum líkamans til að breyta kolvetnum og annarri fæðu í glúkósa sem líkaminn brennir til að framleiða orku. Þau eru einnig mikilvæg fyrir heilbrigða starfsemi taugakerfisins, húðarinnar, slímhimna og ýmissa líffæra, svo og fyrir heilbrigðan hárvöxt og til blóðmyndunar.

Inniheldur:Vítamín B-1tíamín mónónítrat30 mg
Vítamín B-2ríbóflavín30 mg
Vítamín B-3níasínamíð100 mg
Vítamín B-5kalsíum pantótenat50 mg
Vítamín B-6pýridoxín HCL50 mg
Vítamín B-12sýanókóbalamín100 µg
Bíótín300 µg
Fólínsýra400 µg
Kólín50 mg
Inósítól50 mg
PABA30 mg

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.