Glutathione

Glutathione er lítil prótínsameind sem samanstendur úr þremur amínósýrum, cysteine, glutamic acid og glycine. Glutathione kemur að afeitrun í líkamanum með því að binda og losa líkamann við eiturefni eins og þungmálma, leifar af skordýraeitri og önnur miður æskileg efni sem geta slæðst ofan í okkur með því sem við neytum. Einnig er glutathione öflugt andoxunarefni og benda rannsóknir til að glutathione sem við neytum með ávöxtum og grænmeti sé hluti af þeim vörnum sem við höfum gegn sumu krabbameini. Rannsóknir benda til að það geti hugsanlega minnkað aukaverkanir lyfjameðferða hjá krabbameinssjúklingum og þannig aukið lífsgæði þeirra. Rannsóknir benda jafnframt til að samband sé á milli góðrar heilsu aldraðra og hás hlutfalls af glutathione.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.