Glutamine

Glútamín eða L-glútamín er amínósýra sem er mikilvæg til að ónæmiskerfi, meltingarfæri og vöðvafrumur starfi eðlilega auk þess sem þessi amínósýra er nauðsynleg fyrir ýmsa aðra starfsemi líkamans. L-Glútamín er næringarefni fyrir frumulíningu innyfla. Án þess myndu frumurnar tærast upp. Miklar líkamsæfingar, bólgur, uppskurður og raunar fleiri þættir geta gengið á glútamínforða líkamans, ekki síst í vöðvafrumum. Glútamín eykur myndun glutathions, eflir ónæmi, slær á sjúkdóma, og flýtir bata auk þess að vera andoxunarefni. Það endurnærir vöðva sem eru slappir vegna veikinda eða streitu.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.