CitriMax

CitriMax® er skrásett vörumerki á (-)hydroxý-sítrónusýru (HCA) sem er náttúrulegt efni einangrað úr hýði Malabar tamarind ávaxtarins (Carcinia cambogia). Ávöxturinn hefur öldum saman verið notaður í matargerð í Asíu, en þessi sýra HCA hefur verið rannsökuð síðan á 8. áratugnum. Rannsóknirnar sýndu snemma að þessi sýra hefur öflug hamlandi áhrif á umbreytingu (efnaskipti) kolvetna í fitu en kolvetni breytast í fitu séu þau ekki nýtt til brennslu. HCA hefur hins vegar engin áhrif á upptöku þeirrar fitu sem neytt er, né virðist hún hafa getu til að brenna fyrirfram uppsafnaðri fitu.

Nýlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á HCA sýna fram á að hún eykur magn serótóníns í líkamanum en það er hormón sem gegnir afar mikilvægu hlutverki fyrir taugaboðin í heilanum.1,2 Það stýrir einnig matarlöngun en átröskunarskjúkdómar hafa verið raktir til skorts á þessu hormóni. Svo virðist sem þeir sem taka CitriMax® geti því stjórnað mataræði sínu betur. Tekið skal fram að HCA gegnir samt ekki hlutverki lyfja við fyrrgreindum sjúkdómum.

Nauðsynlegt er að hafa í huga að HCA hamlar eingöngu því efnaskiptaferli sem breytir kolvetnum í fitu en kolvetni er t.d. að finna í sætindum (sykri), brauði og pasta (öllum hveitiafurðum). Líkaminn þarf lífsnauðsynlega á kolvetnum að halda (aðal fæða heilans!!) og er því ekki ráðlagt að forðast þau algjörlega. Flest er hins vegar gott í hófi sem á að sjálfsögðu einnig við um jafnvægi á mataræðinu. Reynist erfitt að minnka við sig kolvetnaneyslu er CitriMax® góð leið til að draga úr því efnaskiptaferli sem veldur fitusöfnun vegna ofneyslu kolvetna.

Annað athyglisvert kom í ljós í tvískiptri rannsókn sem gerð var í Hollandi á 10 hjólreiðaköppum. Í fyrri tilrauninni fengu þeir drykk sem innihélt 18 grömm af HCA, í seinni tilrauninni fengu þeir hreint vatn. Í bæði skiptin var hjólað í tvo tíma. Þegar hálftími var liðinn var minni mjólkursýra í vöðvunum þegar þátttakendur höfðu tekið inn HCA og hélst þannig það sem eftir var af rannsóknartímanum.3 Bæði í hvíld og við áreynslu losnar mjólkursýra út í vöðvana. Mjólkursýran sem fer út í vöðvana er í raun hluti af því sem veldur þreytu. Af þessu má draga þá ályktun að HCA dragi úr mjólkursýrumyndun og stuðli því að lengri æfingartíma sem svo aftur leiðir til meiri brennslu. CitriMax® virðist því standa nokkuð vel fyrir sínu.

Sé króm pikkólínat notað samtímis má jafnvel enn auka líkurnar á þyngdartapi, því þá er ekki aðeins komið í veg fyrir fitumyndun, heldur stuðlað að aukinni brennslu hennar og blóðsykri haldið í jafnvægi.

CitriMax® reynist best sé það tekið inn hálftíma fyrir mat.

 

Heimildir:

  1. SE, Opere CA, LeDay AM, Bagchi M, Bagchi D, Mechanism of Appetite Suppression By A Novel, Natural Hydroxycitric Acid, The Toxicologist , 66:188-189, Abs. 921, 2002.
  2. Ohia SE, Awe O, LeDay AM, Opere CA, Bagchi D, Effect of Hydroxycitric Acid on Serotonin Release from Isolated Rat Brain Cortex, Research Communications in Molecular Pathology and Pharmacology , 109:210-216, 2001.
  3. van Loon, L.J., van Rooijen, J.J., Niesen, B., Verhagen, H., Saris, W.H., & Wagenmakers, A.J. (2000). Effects of acute (-)-hydroxycitrate supplementation on substrate metabolism at rest and during exercise in humans. American Journal of Clinical Nutrition, 72, 1445-1450

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.