Sólberjakjarnaolía / e: Black

Sólberjakjarnaolía er afar auðug af gammalínólensýru (GLA) og er notuð í sama tilgangi og náttljósarolía (kvöldvorrósarolía). Þó að almenn tilhneiging sé til að uppræta fitu úr fæðunni, altént hjá meðvituðu fólki sem gefur gaum að heilsunni, er samt sum fita nauðsynleg til að viðhalda heilsunni. Um er að ræða fitu sem inniheldur lífsnauðsynlegar fitusýrur eins og gammalínólensýru og ómega 3 fitusýrur, en þær eru nauðsynlegar fyrir marvíslega starfsemi líkamans.

Gammalínólensýran í sólberjakjarnaolíunni er mikilvægt byggingarefni fyrir próstaglandín E1 (PGE1). Þessar fitusýrur eru lífsnauðsynlegar vegna þess að líkaminn getur ekki framleitt þær, heldur verður hann að fá þær í fæðunni. Því miður fer mikið af þessum fitusýrum forgörðum í nútíma matvælavinnslu. Sólberjakjarnaolía inniheldur 17% GLA, en svo hátt hlutfall hafa fáar aðrar olíur.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.