Ólífulauf

Í ólífulaufunum er efni – oleuropein – sem er talið geta gagnast gegn sveppum, bakteríum og jafnvel veirum (kvef). Þjóðir í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið hafa lengi þekkt læknandi eiginleika ólífulaufa, og notað þau m.a. fyrir meltingarfærin, gegn hitsóttum, gegn háþrýstingi og öðrum sjúkdómum.

Úr laufunum er hægt að einangra efni sem kallast oleuropein og úr því kalsíum elenólat, sem síðan er unnið í töflur eða hylki. Talið er að ólífulaufsþykkni trufli ákveðna amínósýruframleiðslu sem er nauðsynleg til þess að bakteríur nái sér á strik.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.