Ólífulauf

Sögulega séð er ólífugrein tákn sáttar og friðar á milli andstæðra fylkinga. Fyrstu rituðu heimildir um ánægjuleg skilaboð sem tengjast ólífulaufum, er frásögnin af því þegar dúfa kom með laufgaðan ólífukvist í örkina hans Nóa til merkis um að flóðið hafði rénað. Ávextir ólífutrésins, ólífurnar, og vökvi þeirra, ólífuolían, eiga fastan sess í mataræði nútímans sem holl og góð fæða. Nú er farið að meta annan hluta ólífutrésins, ólífulaufin sjálf, og hlutverk þeirra til lækninga, því í laufunum er efni – oleuropein – sem er mjög virkt gegn sveppum, vírusum, sýklum og reyndar einnig gegn snýklum. Þjóðir í löndunum umhverfis Miðjarðarhafið hafa lengi þekkt læknandi eiginleika ólífulaufa, og notað þau m.a. fyrir meltingarfærin, gegn hitsóttum, gegn háþrýstingu og öðrum sjúkdómum. T.d. er á sjötta áratug 19. aldar greint frá því að te úr ólífulaufum sé notað gegn malaríu og þótti jafnel betra en kínín.

 

Íbúar vestrænna samfélaga eru sífellt að verða fyrir áhrifum hinna svokölluðu ofurbaktería (superbugs). Vegna þess að ónæmiskerfi hjá miklum fjölda mannkyns hefur daprast, aðallega vegna umhverfisaðstæðna, verður fólk fyrir örverum sem valda ýmis konar sjúkdómum. Má til dæmis nefna Epstein-Barr sjúkdóminn, eyðniveiruna, bakteríur sem þola sýklalyf, gersveppi sem mynda eitur og valda t.d. candida sýkingu og krónískri þreytu auk sníkjudýra sem valda meðal annars alvarlegum niðurgangi.

 

Virkni

Úr laufunum er hægt að einangra efni sem kallast oleuropein og úr því kalsíum elenólat, sem síðan er unnið í töflur eða hylki. Talið er að ólífulaufsþykkni trufli ákveðna amínósýruframleiðslu sem er nauðsynleg til þess að bakteríur og veirur nái sér á strik. Þykknið hindrar retróveiruensímið reverse transcriptasa í nokkrum retróveirum, en það ensím er oft notað til að segja til um, hvort eitthvert efni kunni að gagnast sem lyf við eyðni.

 

Á hvað virkar ólífulaufsþykknið?

  • dregur úr skaðsemi allra sjúkdómsvaldandi örvera, s.s. veira, baktería, sveppa, frumdýra og fleiri
  • dregur úr bólgum í vefjagigt (arthritic inflammations)
  • vinnur á kvefi og flensu
  • vinnur á herpessýkingum
  • þar sem það vinnur á orsakavöldum síþreytu, getur það veitt verulegan bata við þeim sjúkdómi

 

Hvaða rannsóknir sýna fram á þessar niðurstöður?

Dr. Robert Lyons gerði rannsókn á 500 ungverskum sjúklingum sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum. Sjúklingarnir fengu 2 hylki af ólífulaufsþykkni þrisvar á dag og innihélt hvert hylki 500 mg af náttúrulegu plöntuþykkni. Þessi rannsókn leiddi í ljós að flestir sjúklinganna, eða 98%, sýndu einhverjar framfarir við inntöku á þykkninu. Þeir sem höfðu ýmsa öndunarfærasjúkdóma og sýkingar af völdum baktería og veira sýndu miklar framfarir. Ónæmiskerfið batnaði hjá öllum sjúklingum sem tóku þykknið og ekki varð vart við neinar aukaverkanir af því.2

 

Virka efnið oleuropein veldur vírusum marvíslegum truflunum: það rýfur amínósýrumyndun vírussins, hamlar skiptingu hans og það veikir ensímin sem vírusinn þarf, til að brjótast inn í heilbrigðar frumur. Oleuropein var rannsakað hjá bandaríska lyfjarisanum Upjohn og þar fundu vísindamenn, að það vann á öllum vírusum sem þeir prófuðu það á, en þeirra á meðal voru herpes, inflúensa A og parainfluensa 3, auk fjölda annarra. Töldu vísindamennirnir að efnið veikti svo prótínhimnu vírussins, að hann náði ekki að valda sýkingu.1

Kanadískir vísindamenn könnuðu virkni ólífulaufsþykknis gegn síþreytu og skertri starfsemi ónæmiskerfisins, oft af völdum streitu, sem auðveldaði bakteríum og veirum að valda usla. Niðurstaða vísindamannanna undir forystu Dr. Donalds Gay, D.C., N.D., H.M.D., var að þykknið gagnaðist mjög vel til varna gegn smiti, bæði af völdum baktería og veira. Dr. Gay notaði þykknið til að lækna sjálfan sig af langavarandi ennisholubólgum sem höfðu þjakað hann í yfir áratug.1 Rannsóknir í Ísrael fundu að þykknið er virkt gegn streptokokkus, með því að skemma frumuhimnu bakteríunnar og lama hana þannig.

Ítalskir vísindamenn við háskólann í Messina einbeittu sér að rannsóknum á gagnsemi þykknisins fyrir hjartað og æðakerfið. Þeir fundu út að þykknið eykur blóðflæði með því að útvíkka kransæðar og það lækkar blóðþrýsting. Það inniheldur m.a. bíóflavóníða eins og rútín, lúteólín og hesperidín, en þessir bíóflavóníðar eru nauðsynlegir til að halda æðaveggjum í lagi. Rannsóknir við háskólann í Mílanó sýna að ólífulaufsþykknið blokkar oxunarferli LDL (slæmt kólesteról) og truflar þar með raunverulega það ferli, sem leiðir til skemmda á æðaveggjum, þeirra skemmda sem oftast eru nefndar æðakölkun.1 Ólífulaufsþykkni er því góð hjálp til að halda heilsunni í lagi, bæði til að fyrirbyggja smitsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma.

Kvef og flensa

Ákveðinn veira, RV, er algengasta orsök kvefs en talið er að allt að 40% kvefpesta sé vegna hennar. Þessi veira þolir mikinn hita og mikinn kulda auk þess sem sýklalyf hafa ekki áhrif á veirur yfirleitt. Ólífulaufsþykknið virðast vinna mjög vel á kvefi og er kalsíum elenólatið þar að verki. Til eru þrenns konar flensuveirur, A, B og C, þar sem A er hættulegasta tegundin en C sú mildasta. Ólífulauf virka á allar þessar tegundir og stofna þeirra samkvæmt þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar. Einnig má taka ólífulaufsþykkni til að fyrirbyggja kvef og flensu.2

Þegar keypt er ólífulaufsþykkni er mikilvægt að huga að tvennu:

  • Hve mikið ólífulaufsþykkni er í hverju hylki. Best er að hylkið innihaldi 250 mg.
  • Hve sterkt OLEUROPEIN er í þykkninu. Algengt er frá 6-18% og er að sjálfsögðu best að nota þykkni með 18% OLEUROPEIN.

 

Heimildir:

  1. www.alternativemedicine.com
  2. Walker, Dr.Morton. Olive Leaf Extrakt, Kensington Books, 1997.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.