Mjólkurþistill

Þessi jurt heitir bæði mjólkurþistill og maríuþistill. Í bókinni Lækningamáttur líkamans eftir Andrew Weil (Setberg 1996) er skrifað um þessa jurt: „Maríuþistill, Silybum marianum, er mjög áhugaverð styrkjandi jurt sem á rætur sínar að rekja til evrópskra almúgalækninga. Fræ þessarar jurtar gefa frá sér jurtakraft, silymarin, sem örvar efnaskipti lifrarfrumna og verndar þær fyrir eituráverkum. Jafnvel þó að lyfjaiðnaðurinn hafi framleitt mörg lyf sem skemma lifrina, býður hann ekki upp á neitt, sem jafnast á við verndandi eiginleika maríuþistils, sem sjálfur er óeitraður. Hver sá sem notar mikið af áfengi ætti að taka maríuþistil reglulega. Sama ættu sjúklingar að gera sem nota lyf sem reyna á lifrina, þar með taldir krabbameinssjúklingar á lyfjameðferð. Ég mæli með þessari jurt fyrir alla sjúklinga með langvarandi lifrarbólgu og óeðlilega lifrarstarfsemi. Ég hef séð tilvik þar sem lifrarstarfsemi hefur orðið eðlileg á ný hjá einstaklingum sem tóku það daglega í nokkra mánuði og bættu ennfremur matarræði sitt og lífshætti.“

Þessi jurt á langa hefð sem lækningajurt. Það var samt ekki fyrr en á 8. áratugnum sem þýskir vísindamenn fóru að rannsaka jurtina að gagni, sérstaklega með tilliti til hefðbundinnar notkunar hennar gegn gulu. Í dag er hún mikið notuð gegn lifrarbólgu sem tengist áfengisneyslu sem og lifrarbólgu af völdum veira, skorpulifur og eitrunum í lifur. Jafnframt er hún notuð til að vernda lifrina þegar lyf eru notuð sem skaða hana. Mjólkurþistill er ein af fáum jurtum sem á sér ekkert jafngildi úr heimi hefðbundinna lyfja. Við rannsóknir hefur komið í ljós bati í lifrarensímum sem mæld eru í blóði eftir neyslu mjólkurþistils. Sé tekið vefjarsýnishorn úr lifur eftir neyslu mjólkurþistils virðist einnig nást bati í vefjum.

Virku efnin í mjólkurþistli eru 4 og þekkt undir samheitinu silymarin, en virkasta efnið af þessum fjórum er silibinin. Silibinin er eitt örfárra virkra mótefna gegn eitri úr svepp sem heitir dauðahattur (Amanita phalloides) sé því sprautað í æð. Dýratilraunir benda til verndandi áhrifa jurtarinnar gegn fjölda eiturefna.1,2,3,4,5 Sylimarin virðist virka á þann hátt að fjarlægja eiturefni sem reyna að bindast lifrinni og setjast að í þeirra stað, einnig aðstoðar það lifrina við að endurnýja sig hraðar.7 Einnig virðist þetta efni hreinsa upp sindurefni og styrkja himnur lifrarfruma.8,9 Mjólkurþistill gagnast ekki við langt genginni lifrarbólgu.

Tvíblind rannsókn á fólki með langvarandi lifrarbólgu leiddi í ljós verulegan bata á einkennum eins og þreytu, lystarleysi og kviðarþrautum.10,11,12 Gerð var tvíblind rannsókn með 146 þátttakendum með skorpulifur. Eftir 4 ár lifðu 58% þeirra sem fengu mjólkurþistil, en aðeins 38% þeirra sem fengu lyfleysu.13 Önnur svipuð rannsókn með 172 þátttakendum með skorpulifur sýndi svipaðan árangur.14 Sé mikið álag á lifrinni, t.d. vegna sjúkdóms,  áfengisneyslu eða lyfjaneyslu, eða hafi það verið áður, kemur mjólkurþistill að góðu
gagni.

Heimildir:

 1. Muriel P, Garciapina T, Perez-Alvarez V, et al. Silymarin protects against paracetamol-induced lipid peroxidation and liver damage. J Appl Toxicol. 1992;12:439-442.
 2. Paulova J, Dvorak M, Kolouch F, et al. Verification of the hepatoprotective and therapeutic effect of
  silymarin in experimental liver injury with tetrachloromethane in dogs [in Czech]. Vet Med (Praha). 1990;35:629-635.
 3. Skakun NP, Moseichuk IP. Clinical pharmacology of legalon [in Russian]. Vrach Delo. 1988;5:5-10.
 4. Tuchweber B, Sieck R, Trost W. Prevention of silybin of phalloidin-induced acute hepatotoxicity. Toxicol Appl Pharmacol. 1979;51:265-275.
 5. Boari C, Montanari FM, Galletti GP, et al. Toxic occupational liver diseases. Therapeutic effects of silymarin [in Italian]. Minerva Med. 1981;72:2679-2688.
 6. Szilard S, Szentogyorgyi D, Demeter I. Protective effect of Legalon in workers exposed to organic solvents. Acta Med Hung. 1988;45:249-256.
 7. Schulz V, Hansel R, Tyler VE. Rational Phytotherapy: A Physicians’ Guide to Herbal Medicine. 3rd ed. Berlin, Germany: Springer-Verlag; 1998:216.
 8. Hikino H, Kiso Y. Natural products for liver disease. Econ Med Plant Res. 1988;2:39-72.
 9. Muzes G, Deak G, Lang I, et al. Effects of silymarin (Legalon) therapy on the antioxidant defense mechanism and lipid peroxidation in alcoholic liver disease [in Hungarian]. Orv Hetil. 1990;131:863-866.
 10. Berenguer J, Carrasco D. Double-blind trial of silymarin vs. placebo in the treatment of chronic hepatitis. Munch Med Wochenschr Wochenschr. 1977;119:240-260.
 11. Buzzelli G, Moscarella S, Giusti A, et al. A pilot study on the liver protective effect of silybin-phosphatidylcholine complex (IdB 1016) in chronic active hepatitis. Int J Clin Pharmacol Ther Toxicol. 1993;31:456-460.
 12. Lirussi F, Okolicsanyi L. Cytoprotection in the nineties: Experience with ursodeoxycholic acid and silymarin in chronic liver disease. Acta Physiol Hung. 1992;80:363-367.
 13. Ferenci P, Dragosics B, Dittrich H, et al. Randomized controlled trial of silymarin treatment in patients with cirrhosis of the liver. J Hepatol. 1989;9:105-113.
 14. Benda L, Dittrich H, Ferenzi P, et al. The influence of therapy with silymarin on the survival rate of patients with liver cirrhosis [translated from German]. Wien Klin Wochenschr. 1980;92:678-683.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.