Lindiblóm / e: Lime tree / lat: Tilia

Lindiblómate er milt og róandi te og er jurtin einkar heppileg sem kvöldte eða svefnte. Lindiblómate er raunar oftast drukkið bara sem venjulegt neyslute, en fólki verður gott af því þegar það er með hita, flensu, hósta eða hálsverki, einnig má lesa um að það hjálpi gegn höfuðverk sem orsakast af ennisholubólgum.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.