Gullgras / lat: Solidago virg. / e: Goldenrod

Latneskt nafn þessarar plöntu er samsett úr tveimur orðum, solidus sem þýðir fast og agere sem merkir virka. Merking nafnsins er því öflug virkni sem er einkar sannfærandi nafn fyrir lækningajurt.

Gullgras er með albestu jurtum gegn uppsöfnun vökva, sem sé einstaklega vökvalosandi. Hún er sennilega einhver virkasta lækningajurtin fyrir nýru og þvagfæri. Hún styrkir starfsemi nýrnanna og er í náttúrulækningum m.a. notuð við nýrnabólgu. Hún örvar þvaglát og hefur vökvalosandi virkun.1 Ef nýrnasjúkdómur leiðir til hækkunar blóðþrýstings kemur gullgras að gagni, því jurtin stuðlar að víkkun nýrnaæða sem gætu hafa þrengst vegna sjúkdóms.

Gullgras inniheldur m.a. sapónín og bíóflavonóíða og þar af leiðandi gagnast hún gegn bólgum auk þess að vera mjög virk gegn vökvauppsöfnun eða bjúg. Einnig hafa gigtarsjúklingar góða reynslu af þessari jurt, því með því að örva starfsemi nýrna er hún í raun að hjálpa líkamanum að losa sig við úrgangsefni sem valdið geta gigtinni.

Þegar laga á te úr gullgrasi eru 1-2 tsk af muldri þurrkaðri jurt settar í kvart lítra af vatni og rétt soðið upp á vatninu. Síðan þarf að bíða í nokkrar mínútur áður en teið er drukkið svo að virku efnin í jurtinni nái að losna í teið. Gott er að drekka slíkan skammt tvisvar til þrisvar daglega.
Heimild:

  • European Scientific Cooperative on Phytotherapy. Solidaginis virgaureae herba (goldenrod). Exeter, UK: ESCOP; 19961997:2. Monographs on the Medicinal Uses of Plant Drugs, Fascicule 2.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.