Guggul / lat: Commiphora mukul

Gott gegn of háu kólesteróli, kransæðastíflu og blóðtappa

Guggul er unnið úr múkul trénu sem er lítil planta af myrruætt. Hún er þakin þyrnum og vex víða á Indlandi. Indverjar hafa notað þessa jurt öldum saman í lækningaskyni og kemur hún mikið fyrir í Ayurveda fræðum. Ayurveda er aldagömul, indversk heimspeki og lífssýn þar sem lögð er jafnmikil áhersla á heilbrigði líkama og sálar.

Úr stofni trésins er unnin gulleit kvoða sem inniheldur virka efnið guggulsterón. Það vinnur gegn of hárri blóðfitu (bæði kólesteróli og tríglýseríðum).1 Í rannsóknum hefur verið sýnt fram á að guggul geti lækkað kólesteról um 11-12% og tríglýseríða um 12,5-17%. Guggul gefur ekki skyndiverkun og þarf jafnvel nokkra mánaða notkun til að sjá fullan árangur. Guggulsterónar virðast lækka kólesterólið með því að brjóta niður slæma kólesterólið (LDL) á meðan það byggir upp gott kólesteról (HDH).2 Í tvíblindri rannsókn sýndi guggul svipaða verkun og kólesteróllækkandi lyfið clofibrate.3

Eins og flestir vita er of hátt kólesteról áhættuþáttur í myndun kransæðasjúkdóma. Það er hins vegar ekki eini áhættuþátturinn og vitað er að alls kyns utanaðkomandi áhrif sem algeng eru í nútímasamfélagi eins og t.d. mengun, reykingar og óholl fæða valda því að frumur og kólesteról oxast. Kólesteról eykur áhættu bæði á krabbameini og kransæðastíflu. Guggulsterónar eru taldir hafa andoxunaráhrif á frumur líkamans og koma þannig í veg fyrir að góða kólesterólið oxist og límist innan í æðaveggina.4 Auk þess hefur verið sýnt fram á að guggul dragi úr kekkjun á blóðflögum og minnki þannig líkur á blóðtappa og kransæðastíflu.5

Langtímanotkun eða of háir skammtar geta haft í för með sér væg óþægindi í maga. Fólk með lifrarsjúkdóma, ristilbólgur eða niðurgang ætti að ráðfæra sig við lækni eða grasalækni áður en guggul er tekið inn.

Heimildir:

  1. Satyavati GV. Gum guggul (Commiphora mukul)The success of an ancient insight leading to a modern discovery. Indian J Med 1988;87:32735.
  2. Nityanand S, Kapoor NK. Hypocholesterolemic effect of Commiphora mukul resin (Guggal). Indian J Exp Biol 1971;9:36777.
  3. Malhotra SC, Ahuja MMS, Sundarum KR. Long-term clinical studies on the hypolipidemic effect of Commiphora mukul (guggul) and clofibrate. Ind J Med Res 1977;65:3905.
  4. Singh K, Chander R, Kapoor NK. Guggulsterone, a potent hypolipidaemic, prevents oxidation of low density lipoprotein. Phytother Res 1997;11:2914.
  5. Mester L, Mester M, Nityanand S. Inhibition of platelet aggregation by guggulu steroids. Planta Med 1979;37:3679.
  6. Nityanand S, Srivastava JS, Asthana OP. Clinical trials with gugulipida new hypolipidemic agent. J Assoc Phys India 1989;37:3238.
  7. Antonio J, Colker CM, Torina GC, et al. Effects of a standardized guggulsterone phosphate supplement on body composition in overweight adults: A pilot study. Curr Ther Res 1999;60:2207.
  8. Thappa DM, Dogra J. Nodulocystic acne: oral gugulipid versus tetracycline. J Dermatol 1994;21:72931.
  9. Brown D, Austin S. Hyperlipidemia and Prevention of Coronary Artery Disease. Seattle, WA: NPRC, 1997, 46.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.