Guggul / lat: Commiphora mukul

Guggul er unnið úr múkul trénu sem er lítil planta af myrruætt. Hún er þakin þyrnum og vex víða á Indlandi. Indverjar hafa notað þessa jurt öldum saman í lækningaskyni og kemur hún mikið fyrir í Ayurveda fræðum. Ayurveda er aldagömul, indversk heimspeki og lífssýn þar sem lögð er jafnmikil áhersla á heilbrigði líkama og sálar.

Úr stofni trésins er unnin gulleit kvoða sem inniheldur virka efnið guggulsterón. Það getur  unnið gegn of hárri blóðfituGuggul gefur ekki skyndiverkun og þarf jafnvel nokkra mánaða notkun til að sjá fullan árangur. Guggulsterónar virðast lækka kólesterólið með því að brjóta niður slæma kólesterólið (LDL) á meðan það byggir upp gott kólesteról (HDH).

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.