Graskerskjarnaolía

Olían hefur verið notuð í aldanna rás sem náttúrumeðal. Notkun hennar í dag er mjög í anda þess hvernig frumbyggjar Norður Ameríku notuðu olíuna. Til dæmis notuðu Cherokee indíánar graskersfræolíu í barnalækningum til þess að börn hættu að pissa undir. Þessi olía er notuð sem meðferð við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils með mjög góðum árangri. Í Þýskalandi var fylgst með 2.245 sjúklingum sem fengu þykkni úr graskersfræsolíu í 3 mánuði. Bati mældist hjá 41,4% sjúklinga, þvagbunan varð kröftugri, það dró úr þvagleka, einnig dró úr óþægindum vegna þrýstings og spennu, sem leiddi að sjálfsögðu til betri líðunar.1

Heimildir:

  1. Zeitschrift für Phytotherapie, April 1998: 71-76. Hippokrates Verlag GmbH, Stuttgart.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.