Ginseng

Ginseng hefur verið notað í Asíu í yfir 5000 ár til að viðhalda hreisti og auka þrek. Þessi langa og góða reynsla Asíubúa varð til þess að vekja athygli vesturlandabúa á þessari jurt. Þótt Markó Pólo hafi flutt þessa plöntu með sér til Evrópu fyrir nærri 700 árum, hófst veruleg ræktun ekki fyrrr en um miðja 18. öld. Á síðari hluta 20. aldar er jurtin síðan rannsökuð vísindalega til að komast hvaða efni það eru í jurtinni sem hafa þessi góðu áhrif og einnig til að kortleggja hvernig efnin virka. Í fyrstu er unnið á rannsóknarstofum og síðan eru gerðar tilraunir á dýrum og þar næst á sjálfboðaliðum, venjulega á sérstökum markhópum eins og íþróttamönnum, öldruðum eða blönduðum hópi fólks á t.d. ákveðnum vinnustað. Sennilega hefur engin jurt verið rannsökuð jafn mikið og ginseng.

Ginseng er fyrst og fremst notað til að auka andlegt og líkamlegt starfsþrek. Rannsóknir benda einnig til að það styrki ónæmiskerfið. En hvað er það sem gerist, hvers vegna verður fólk hressara þegar það notar ginseng? Eitt af því sem menn komust að með rannsóknum, var að þegar ginseng er notað, flytur blóðið aukið magn súrefnis til frumanna. Rannsók var gerð á toppþjálfuðum íþróttamönnum með ginsengþykkninu Ginsana G115 og sýndi hún verulega bættan árangur og styttan hvíldartíma eftir þreytu hjá þeim sem notuðu ginsengþykknið. Kom í ljós að mjólkursýruúrfelling í vöðvum (sem orsakar þreytu) var minni þegar þykknið var notað. Vegna þess hve ginseng er mikið notað af íþróttafólki, var efnið rannsakað af Dr. Imre Forgo formanni lyfjanefndar alþjóða hnefaleikasambandsins. Niðurstaðan var sú að engin ólögleg efni eru í ginseng, þrátt fyrir hina miklu virkni jurtarinnar.

Áður en þessar rannsóknir áttu sér stað, var m.a. gerð sundþolsprófun á músum af Consultox Laboratories í London. Þetta var tvöfalt blindpróf, þar sem 2 hópar jafn gamalla músa fengu nákvæmlegar sömu meðhöndlun, sama fæði o.s.fr., nema annar hópurinn fékk Ginsana G115. Eftir 4 vikur voru allar mýsnar settar í sundþolspróf, þar sem mýsnar voru látnar synda þar til þær gáfust upp. Þá voru þær teknar úr vatninu. Sá hópur sem fékk G115 þykknið synti að meðaltali 51,8 % lengur en hinar.

Hámarkseinbeitni krefst innra jafnvægis og einnig líkamlegs og andlegs þróttar.

Niðurstöður ýmissa rannsókna staðfesta að ginseng eykur bæði andleg og líkamleg afköst. Ein slík rannsókn var gerð í Hamborg á 60 körlum og konum á aldrinum 22-80 ára. Þetta var tvíblind rannsókn, þar sem hluti hópsins fékk ginseng en hinn hlutinn lyfleysu (alveg eins hylki í útliti, en með engu ginseng). Fylgst var með líkamlegu ástandi, líkamsþrótti, andlegum frískleika, minni, svefni, atferli og hugarástandi í samfellt 3 mánuði. Við þessa rannsókn var einnig notað þykknið Ginsana G115, en það hefur mikið verið notað við slíkar rannsóknir vegna þess að það er staðlað, sem tryggir að ávallt er sama magn af virkum efnum í hverju hylki eða hverjum skammti. Þessi rannsókn sýndi að þeir sem fengu ginseng stóðu sig verulega betur í prófunum á viðbragðstíma við ljósáreitum og hljóðáreitum, í sjónskynjun, samhæfingu vinstri og hægri handar og voru fljótari að ná sér eftir líkamlegar æfingar. Þeir voru að eigin mati einnig í betra ástandi líkamlega, en þeir sem fengu lyfleysuna.

Ginseng hefur í áranna rás verið mikið notað af íþróttafólki, skákfólki, leikurum og öðru fólki í störfum sem gera miklar kröfur til hugar og handa. Jafnt rannsóknir sem reynsla fjölda fólks um heim allan, staðfest ágæti þessarar jurtar til að auka líkamlegt og andlegt starfsþrek og viðhalda góðu heilsufari.

Heimildir:

 1. Forgo, I., Kirchdorfer, A.M.: On
  the question of influencing the performance of top sportsmen by means
  of biologically active substances“, Ärztliche Praxis, 33:44:1784-1786,
  1981.
 2. Forgo, I.: Doping control of top-ranking athletes after a 14 day treatment with Ginsana G115.
 3. Pharmacological test with Ginseng Extract G115, skýrsla frá Consultox Laboratories, London 1974.
 4. Staub, J., Kayasseh, J., Forgo, I.: Effect
  of a stadardized ginseng extract on general well-beeing, reaction
  capacity, pulmonary function and gonodal hormones. Medizinische Welt, 32:19:751-756, 1981.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.