Geislablað / e: Butcher’s broom

Butcher´s broom sem heitir geislablað á íslensku inniheldur efni sem nefnast ruscogenin og neoruscogenin, en þessi efni styrkja æðaveggi. Jurtin virðist hafa víkkandi áhrif á slagæðar en samandragandi áhrif á bláæðar. Rannsóknir sýna að geislablað ásamt flavonóíðum virðist geta gagnast til að lækka kólesteról.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.