Garðabrúða / e: Valerian / lat: Varleriana off.

Garðabrúða hefur róandi og slakandi verkun og er því einstaklega heppileg jurt fyrir þá sem eiga erfitt með að slaka á. Þessi jurt er góð við hvers konar óþægindum sem stafa af streitu, svo sem miklum svita, of hröðum hjartslætti, háum blóðþrýstingi og svefnleysi. Hún er krampastillandi og getur því gagnast við verkjum eða óþægindum í maga. Fólk með of lágan blóðþrýsting og barnshafandi konur mega ekki nota jurtina.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.