furubörukur / Pine Bark

Furubörkur inniheldur hóp bíóflavóna sem á vísindamáli heita oligómerik próantósýaníð samstæða (OPC). Það var franskur vísindamaður við Bordeaux háskóla, Jacques Masquelier sem ákvað að rannasaka innihaldsefni furutrjáa. Hann fékk áhuga á þeim eftir að hafa lesið frásögn af því hvernig franskir landkönnuðir sem festust í ís í Saint Lawrence fljóti í Ameríku, sluppu við skyrbjúg með því, að ráði innfæddra, að nota seyði af berki ákveðinna furutrjáa. Hann leysti úr berkinum OPC og uppgötvaði að þetta efni gat gengt sama hlutverki og C-vítamín í margri starfsemi líkamans.

OPC virðast styrkja æðaveggi, draga úr bólgum og almennt styrkja vefi sem innihalda kollagen og elastín. Einnig vinnur það gegn bjúg, marblettum og æðahnútum.1,2,3 Þar fyrir utan er þetta afar öflugt andoxunarefni. E-vítamín ver fitu og C-vítamín ver vatnsleysanleg efni gegn sindurefnum, en OPC ver hvoru tveggja.4 OPC gagnast einnig ofnæmissjúklingum t.d. með astma og frjókornaofnæmi. Auk furubarkar má einnig fá þetta efni úr þrúgukjarnaþykkni.

OPC er fyrst og fremst notað við sjúkdómum sem tengjast æðum, svo sem lélegum æðaveggjum, æðahnútum og æðasliti. Góð virkni þess við þessum sjúkdómum hefur verið staðfest með vönduðum vísindarannsóknum.5 OPC virðast ekki geta eytt æðahnútum sem eru til staðar, en þetta efni getur fyrirbyggt aukningu þeirra. Talið er að notkun þess muni einkum beinast að forvörnum gegn hjarta- og æðasjúkdómum, þar með talið heilablóðfalli. Í dýratilraunum hefur það fyrirbyggt skemmdir á slagæðaveggjum, lækkað kólesteról og minnkað magn þess kólesteróls sem sest hafði innan á æðaveggi.6,7 Aðrir þættir sem gera OPC að gagnlegri forvörn gegn æðakölkun, eru m. a. þeir, að hamla gegn samþjöppun blóðflaga og óeðlilegum æðasamdrætti.8,9Rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að OPC getur gagnast við þrota og bólgum sem fylgja meiðslum og uppskurðum. Það virðist flýta fyrir því að bólgur hjaðni. Prófað var í tvíblindri rannsókn að gefa hópi kvenna OPC eftir skurðaðgerð við brjóstakrabba, en slík aðgerð veldur oft þrota eða bólgu í handlegg. Gefin voru 600 mg í 6 mánuði og dró það verulega úr þessum fylgikvillum og jafnfram úr sársauka.10 Tvíblind rannsókn á 50 sjúklingum með æðahnúta fengu meiri bata af OPC en öðrum náttúruefnum.11 Aðrar rannsóknir renna stoðum undir þessa niðurstöðu.

Athylgisvert er að í dýratilraunum hægði OPC á slagæðakölkun og jafnvel sneri þróuninni við. Hugsanlega gæti það gagnast fólki á sama hátt, en ekki eru þó kunnar tilraunir á fólki sem staðfesta þetta.

Furubarkarþykkni gagnast sykursjúkum

Tvíblind rannsókn á fólki með sykursýki II leiddi í ljós að furubarkarþykkni (fbþ) lækkar blóðsykur sé það notað með hefðbundinni sykursýkismeðferð. Í rannókninni fengu 77 sykursýkissjúklingar ýmist fbþ eða lyfleysu í 12 vikur sem viðbót við hefðbundna meðferð. Blóðsykur þeirra sem fengu fbþ lækkaði umtalsvert meira en þeirra sem fengu hefðbundna meðferð og lyfleysu, auk þess sem það hafði fleiri heilsufarslega jákvæð áhrif á sjúklingana.12

Sem forvörn ætti að nota 50 mg á dag, en sem meðferð til að fá bata, þarf skammturinn að vera 150-300 mg á dag.

Milliverkanir

Þegar eftirtalin lyf eru notuð gætu stórir skammtar af OPC valdið auknum blæðingum: Warfarin, heparin, Trental (pentoxifylline) og aspirin.

Heimildir:

 1. Schwitters B, Masquelier J. OPC in Practice: Bioflavanols and their Applications. Rome, Italy:Alfa Omega; 1993.
 2. Masquelier J, Dumon MC, Dumas J. Stabilisation du collagene par les oligomeres procyanidoliques [English abstract]. Acta Ther. 1981;7:101-105.
 3. Tixier JM, Godeau G, Robert AM, et al.
  Evidence by in vivo and in vitro studies that binding of pycnogenols to
  elastin affects its rate of degradation by elastases. Biochem Pharmacol. 1984;33:3933-3939.
 4. Masquelier J, Dumon MC, Dumas J. Stabilisation du collagene par les oligomeres procyanidoliques [English abstract]. Acta Ther. 1981;7:101-105.
 5. B. Schwitters and J. Masquelier, OPC in Practice: Bioflavonols and Their Application (Rome: Alfa Omega, 1993).
 6. M.G. Hertog et al., „Dietary Antioxidant Flavonoids and Risk of Coronary Heart Disease: The Zutphen Elderly Study,“ Lancet 342 (1993) 1007-11.
 7. R.M. Facino et al., „Free Radicals
  Scavenging Action and Anti-Enzyme Activities of Procyanidines from
  Vitis vinifera: A Mechanism for their Capillary Protective Action,“ Arzneim Forsch 44 (1994): 592-601.
 8. W.C. Chang and F.L. Hsu, „Inhibition of Platelet Aggregation and Arachidonate Metabolism in Platelets by Procyanidins,“ Prostagland Leukotri Essential Fatty Acids 38 (1989): 181-8.
 9. M.T. Meunier et al., „Inhibition of Angiotensin In Converting Enzyme by Flavanolic Compounds: In Vitro and in Vivo Studies,“ Planta Medica 54 (1987): 12-5.
 10. Pecking A, Desprez-Curely JP, Megret G.
  Oligomeric grape flavanols (Endotelon ®) in the treatment of secondary
  upper limb lymphedemas [translated from French]. [source unknown]
  1989 ;69-73.
 11. Delacroix P Double-blind study of Endotelon ® in chronic venous insufficiency [translated from French]. La Revue de Medecine. Aug/Sept.1981;no.27-28:1793-1802.
 12. Life Sciences, okt. (75, 21:2505-13, 2004).

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.