Blómafrjókorn / Pollen

Býflugur sveimuðu um jörðina löngu áður en maðurinn svo mikið sem steig fæti inn í skóglendið og eru blómafrjókorn talin vera eldri en allt mannkynið. Flugurnar safna frjókornunum af mismunandi plöntum og nota þau til að næra sig en blómin njóta um leið góðs af þessu ferli þar sem fræin berast auðveldlega á milli plantna með flugunum. Blómafrjókorn innihalda nánast öll þau vítamín og steinefni sem við þurfum á að halda og einnig er þar að finna fitusýrur, amínósýrur, prótein og kolvetni.1 Þau eru því mjög orkugefandi og eru talin hafa verið borðuð af goðum til forna í von um að öðlast eilífa æsku.

Þykkni sem hefur verið gert úr frjókornum hefur sýnt fram á bólgueyðandi verkun,2 virðist slaka á vöðvunum sem umlykja þvagrásina3 og hindrar vöxt frumna í blöðruhálskirtli.4 Inntaka þykknisins hefur jákvæð áhrif gegn langvarandi bólgum í blöðruhálskirtli.5,6,7 Jákvæðar niðurstöður fengust einnig úr rannsóknum á mönnum með góðkynja stækkun blöðruhálskirtils.8,9,10 Ekki hefur þetta verið rannsakað með með óunnum frjókornunum. Í rannsóknum sem gerðar voru á dýrum virtist þykknið vernda lifrina gegn ýmsum eiturefnum,11,12 lækkaði kólesteról og minnkaði líkur á kransæðastíflu.13 Þetta er hins vegar ekki búið að sanna hjá mönnum.

Þegar minnst er á blómafrjókorn tengja margir þau við ofnæmi en þótt ótrúlegt megi virðast eru blómafrjókorn einmitt tekin inn til að styrkja líkamann gegn ofnæmi.14,15,16,17,18 Í tvíblindri rannsókn var fólk sem þjáðist af heymæði vegna grasofnæmis látið setja dropa með frjókornaþykkni undir tunguna daglega í þrjár vikur og þykknið haft sterkara eftir því sem á rannsóknina leið. Að þessu loknu fékk fólkið viðhaldsskammt tvisvar í viku. Á næsta ofnæmistímabili (vor) sýndu þessir einstaklingar mun minni ofnæmiseinkenni en þeir sem fengið höfðu lyfleysu.19 Þetta hafa margir reynt með góðum árangri með óunnum blómafrjókornum en sem fyrr segir er þetta afar kröftugt næringarefni og er því rétt að fara varlega og byrja á litlum skömmtum þegar þau eru tekin inn í fyrsta sinn. Þeir allra varkárustu byrja þá gjarnan á að taka inn eitt korn á dag í viku og auka svo um eitt korn á dag í hverri viku (tvö korn á dag í viku, þrjú korn á dag í viku o.s.frv.).

Þar sem blómafrjókorn eru einstaklega öflugt næringarefni, eru þau mest notuð við sleni, þreytu og slappleika, einnig almennt til að auka þrek, halda sér

hressum og viðhalda góðri heilsu.

Heimildir:

 1. Stanley RG, Liskens HF. Pollens. Springer-Verlag: New York, 1974.
 2. Loschen G, Ebeling L. Inhibition of arachidonic acid cascade by extract of rye pollen. Arzneimittelforschung 1991;41:162-7 [in German].
 3. Nakase K, Takenaga K, Hamanaka T, et al. Inhibitory effect and synergism of cernitin pollen extract on the urethral smooth muscle and diaphragm of the rat. Nippon Yakurigaku Zasshi 1988 Jun;91(6):385-92 [in Japanese].
 4. Habib FK, Ross M, Buck AC, et al. In vitro evaluation of the pollen extract, cernitin T-60, in the regulation of prostate cell growth. Br J Urol 1990;66:393-7.
 5. Jodai A, Maruta N, Shimomae E, et al. A long-term therapeutic experience with Cernilton in chronic prostatitis. Hinyokika Kiyo 1988;34:561-8 [in Japanese].
 6. Ohkoshi M, Kawamura N, Nagakubo I. Clinical evaluation of Cernilton in chronic prostatitis. Jpn J Clin Urol 1967;21:73-6.
 7. Suzuki T, Kurokawa K, Mashimo T, et al. Clinical effect of Cernilton in chronic prostatitis. Hinyokika Kiyo 1992;38:489-94 [in Japanese].
 8. Horii A, Iwai S, Maekawa M, Tsujita M. Clinical evaluation of Cernilton in the treatment of the benign prostatic hypertrophy. Hinyokika Kiyo 1985;31:739-46 [in Japanese].
 9. Ueda K, Jinno H, Tsujimura S. Clinical evaluation of Cernilton® on benign prostatic hyperplasia. Hinyokika Kiyo 1985;31:187-91 [in Japanese].
 10. Hayashi J, Mitsui H, Yamakawa G, et al. Clinical evaluation of Cernilton in benign prostatic hypertrophy. Hinyokika Kiyo 1986;32:135-41 [in Japanese].
 11. Juzwiak S. Experimental evaluation of the effect of pollen extract on the course of paracetamol poisoning. Ann Acad Med Stetin 1993;39:57-69 [in Polish].
 12. Mysliwiec Z. Effect of pollen extracts (cernitin preparation) on selected biochemical parameters of liver in the course of chronic ammonium fluoride poisoning in rats. Ann Acad Med Stetin 1993;39:71-85 [in Polish].
 13. Wojcicki J, Samochowiec L, Bartlomowicz B, et al. Effect of pollen extract on the development of experimental atherosclerosis in rabbits. Atherosclerosis 1986;62:39-45.
 14. Vourdas D, Syrigou E, Potamianou P, et al. Double-blind, placebo-controlled evaluation of sublingual immunotherapy with standardized olive pollen extract in pediatric patients with allergic rhinoconjunctivitis and mild asthma due to olive pollen sensitization. Allergy 1998;53:662-72.
 15. Horak F, Stubner P, Berger UE, et al. Immunotherapy with sublingual birch pollen extract. A short-term double-blind placebo study. J Investig Allergol Clin Immunol 1998;8:165-71.
 16. Ariano R, Panzani RC, Augeri G. Efficacy and safety of oral immunotherapy in respiratory allergy to Parietaria judaica pollen. A double-blind study. J Investig Allergol Clin Immunol 1998;8:155-60.
 17. Clavel R, Bousquet J, Andre C. Clinical efficacy of sublingual-swallow immunotherapy: a double-blind, placebo-controlled trial of a standardized five-grass-pollen extract in rhinitis. Allergy 1998;5:493-8.
 18. Litwin A, Flanagan M, Entis G, et al. Oral immunotherapy with short ragweed extract in a novel encapsulated preparation: a double-blind study. J Allergy Clin Immunol 1997;100:30-8.
 19. Hordijk GJ, Antvelink JB, Luwema RA. Sublingual immunotherapy with a standardised grass pollen extract; a double-blind placebo-controlled study. Allergol Immunopathol (Madr) 1998;26:234-40.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.