Blaðgræna / Chlorophyll

Blaðgrænu (chlorophyll) er að finna í öllum grænum plöntum og er mikilvægasti þátturinn í ljóstillífun plantna, en ljóstillífun, þar sem plöntur framleiða súrefni og sykur úr koltvísýringi og vatni, er undirstaða fyrir lífi hér á jörð.

 

Blaðgræna vinnur á örverum. Hún örvar frumu- og vefjavöxt og er því græðandi þegar húð eða vöðvar verða fyrir hnjaski. Blaðgræna getur gagnast við niðurgangi og útbrotum. Hún er lykteyðandi og er notuð við andremmu en einnig sem svitalyktareyðir og við þembu. Áhrifamáttur blaðgrænu sem munnskol er tvíþætt, bæði eyðir hún þeim bakteríum sem skemma tennur og þeirri lykt sem oft vill fylgja þeim. Því hefur blaðgræna einnig verið notuð í tannkrem.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.