Augnfró / e: Eyebright / lat: Euprasia frigida

Augnfró er ráðlögð við þrálátu nefkvefi, frjókornaofnæmi, hálsbólgu, bólgu í ennisholum og lungnakvefi. Jurtin styrkir slímhúð og þurrkar upp óhóflega mikið slím, þannig að hún virkar einnig vel gegn iðrakvefi.

 

Augnfró hlaut nafn sitt fyrir lækningamátt við augnkvillum. Við bólgu í augnhvörmum gefst vel að baða augun með urtaveig (þynntri með vatni) eða veiku tei af jurtinni. Virku efnin í augnfró eru sykrungar þ. á. m. ákúbín, barkasýrur, kvoðungar og ilmolíur. Jurtin virkar herpandi, bólgueyðandi, slímþurrkandi, og styrkjandi fyrir slímhúð og ónæmiskerfið.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.