Ætiþistill

Ætiþistill er meðal elstu lækningajurta. Forn-Egyptar höfðu mikla trú á plöntunni eins og sjá má á teikningum þeirra tengdum frjósemi og fórnum. Síðar notuðu Grikkir og Rómverjar plöntuna til aðstoðar við meltinguna. Ætiþistlar eru vinsæll sælkeramatur í dag og þegar á 16. öld voru þeir eftirlætismatur kóngafólks.

Lauf ætiþistils inniheldur efni semgagnast vel gegn ýmsum meltingarkvillum. Í Evrópu er þykkni unnið úr ætiþistlum vinsæl meðferð við vægum meltingartruflunum, sérstaklega eftir að fólk hefur borðað fituríkar máltíðir. Tilraun var gerð á 553 einstaklingum sem allir áttu við einhvers konar meltingakvilla að etja (m.a. meltingartruflanir). Þeir tóku inn 320-640 mg af ætiþistilsþykkni þrisvar sinnum á dag og í ljós kom að ógleði, magaverkir, harðlífi og vindgangur minnkuðu hjá 70% þátttakenda.

Sama þykkni hefur verið notað til að meðhöndla hátt kólesteról og þríglýseríð. Tvær tilraunir sýndu fram á að inntaka frá 900-1,920 mg af ætiþistilsþykkni á dag lækkuðu kólesteról og þríglýseríð verulega en önnur bráðabirgðakönnun sýndi ekki fram á neina breytingu. Vísindamenn eru ekki vissir um hvernig lauf ætiþistilsins lækkar kólesteról en tilraunir benda til að rekja megi ástæðuna til hömlunar kólesterólsamruna og/eða eyðingu kólesterólsins. Í sumum könnunum hefur oxun ætiþistilsins verjandi áhrif gegn æðakölkun.

Eftir því sem best er vitað og skv. pistli fr þýskri umboðsnefnd hafa ekki komið í ljós neinar aukaverkanir eða samverkanir, séu menn að taka lyf eða nota aðrar óhefðbundnar lækningar ásamt ætiþistlinum. Þó ætti fólk með óþol fyrir ætiþistlum ekki að neyta þeirra, ekki heldur þeir sem eru með ofnæmi fyrir plöntum af körfublómaætt. Einnig ættu þeir sem hafa fengið gallsteina að sleppa því að nota plöntuna í lækningaskyni.

Heimildir:

  1. Brand N. Cynara scolymus L.The artichoke. Zeitschrift Phytother 1990;11:16975.
  2. Kirchoff R, Beckers CH, Kirchoff GM, et al. Increase of choleresis by means of artichoke extract. Phytomedicine 1994;1:10715.
  3. Fintelmann V. Antidyspeptic and lipid-lowering effect of artichoke leaf extract. Zeitschrift fur Allgemeinmed 1996;72(Suppl 2):319.
  4. Fintelmann V. Antidyspeptic and lipid-lowering effect of artichoke leaf extract. Zeitschrift fur Allgemeinmed 1996;72(Suppl 2):319.
  5. Englisch W, Beckers C, Unkauf M, et al. Efficacy of artichoke dry extract in patients with hyperlipoproteinemia. Arzneimittelforschung 2000;50:2605.
  6. Heckers H, Dittmar K, Schmahl FW, Huth K. Inefficiency of cynarin as therapeutic regimen in familial type II hyperlipoproteinemia. Atherosclerosis 1977;26:24953.
  7. Gebhardt R. New experimental results in the action of artichoke leaf extract. Zeitschrift fur Allgemeinmed 1996;72:203.
  8. Brown JE, Rice-Evans CA. Luteolin rich artichoke extract protects low density lipoprotein from oxidation in vitro. Free Radical Research 1998;29:24755.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.