Udo’s Choice Probiotic

Udo´s Choice Probiotic Blends eru 5 blöndur meltingargerla. Probiotic eru góðu“ eða vineittu“ gerlarnir sem halda til í allri þarmaflórunni. Þessir vinveittu gerlar hjlápa líkamanum að viðhalda heilsunni og berjast gegn veikindum og sjúkdómum. Slæmu“ gerlarnir geta á hinn bóginn leitt til ójafnvægis í þarmaflórunni og valdið veikindum og sjúkdómum.

Á meðan flestir fæðast með nokkuð heilbrigða þarmaflóru hefur aldurinn, lífsstíllinn, umhverfið, lélegt mataræði, streita, sjúkdómar, notkun sýklalyfja í mat sem og gegn sjúkdómum, bakteríusýkingar, áfengisneysla og fleira gríðarleg áhrif á fækkun vinveittu gerlanna. Þegar hlutfalli góðu og slæmu bakteríanna er raskað verður fólk oft vart við vandamál eins og andstyggilega loftþembu, niðurgang, eitrun í þörmunum, hægðatregðu og lélegt frásog næringarefna. Þessi einkenni geta orðið krónísk og veikt ónæmiskerfið. Dagleg neysla á Probiotic-blöndunni getur rétt úr gerlagróðrinum, endurlífgað virkni meltingarvegarins og verndað okkur gegn sjúkdómum.

Fimm blöndur eru fáanlegar hjá Heilsu ehf.:

  • Infant blend fyrir ungabörn og smábörn (0-5 ára).
  • Adults Blend fyrir fullorðna (16-65 ára) en hana geta börn á aldrinum 6-15 ára einnig tekið.
  • Advanced Adult (fyrir 65 ára og eldri).
  • Super 8 Hi-Potency (gegn gersveppum (i.e. candita).
  • Super 5 Lozenge (munnsogstöflur fyrir munnhirðu, andremmu og þruskur).

Þar sem þarmaflóran í meltingarveginum er breytilegt eftir æviskeiðum, eru probiotic blöndurna miðaðar við sérstakt æviskeið og innihalda gerla sem nauðsynlegir eru hverju sinni. Athugið að geyma þarf Probiotic blöndurnar í kæli. Bestur árangur næst ef Probiotic er neytt reglulega, helst á hverjum degi til að skipta út flórunni sem orðið hefur fyrir skaða af völdum lífsstíls og/eða umhverfisþátta. Mælt er með því að hylkjanna sé neytt á fullan maga svo gerlarnir fari í gegnum meltingarveginn á fullri virkni. Opna má hylkin og blanda innihaldinu við kalt eða volgt vatn (ekki heitt), eða við mat.

Sérstök athygli er vakin á því að Udo’s Choice Infant Blend Probiotic dufti má blanda við barnamat eða drykki sem eru hluti af daglegri næringu ungra barna eða setja duftið á geirvörtu mjólkandi móður.

Lestu meira um Udo’s Choice Probiotic blöndurnar HÉR (enskur texti)