Probiotic gerlar

Probiotic frá Udo’s Choice er öflugast á markaðnum í dag fyrir heilbrigða meltingu Sex öflugar Probiotic blöndur frá Udo’s Choice, sérstaklega hannaðar með tilliti til aldurs og viðhalds og endurnýjunar heilbrigðar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og heilsufars almennt fást nú loks í Heilsuhúsinu. Blöndurnar eru settar saman af Dr. Udo Erasmus næringarfræðingi, höfundi bókarinnar Fats That Heal Fats that Kill sem vakið hefur heimsathygli. Til marks um mikil áhrif hans að undanförnu eru jákvæð skrif vísindamanna í virtustu tímarit og blöð heims en fullyrða má að í engan næringarfræðing hafi verið vitnað jafn mikið á síðustu árum. Udo er einnig frumkvöðull í samsetningu ensíma og Probioc sem flestir hér á landi þekkja undir heitinu Acidophilus. Udo’s Choice Probiotics státar af langflestum fáanlegum gerlum á markaðnum í dag enda byggir framleiðsluaðferðin á framúrskarandi tækniþekkingu. Hvað er Probiotic? Probiotic er „góði“ eða „vinalegi“ gerlagróðurinn sem heldur til í allri þarmaflórunni. Þrátt fyrir að orðið baktería/gerill sé venjulega tengdur sýklum og veikindum aðstoðar vinalegi gerlagróðurinn líkamann að viðhalda heilsunni og berjast gegn veikindum og sjúkdómum. „Slæmu“ eða meinvirku gerlarnir geta á hinn bóginn leitt til ójafnvægis í þarmaflórunni og valdið veikindum og sjúkdómum. Af hverju þurfum við Probiotic? Meira en 100 trilljónir gerla, þar af yfir 400 tegundir, búa í þarmaflóru líkamans. Vinalegir og meinvirkir gerlar berjast um yfirráðin í viðkvæmu og síbreytilegu umhverfi meltingarvegarins. Á meðan maðurinn fæðist venjulega með nokkuð heilbrigða þarmaflóru hefur aldurinn, lífsstíllinn, umhverfi t.d. keisaraskurður, lélegt mataræði, streita, sjúkdómar, notkun sýklalyfja í mat sem og gegn sjúkdómum, bakteríusýkingar, hitabeltissjúkdómar, áfengisneysla og fleira til gríðarleg áhrif á fækkun vinalegu gerlanna. Þetta veldur því að meinvirku gerlarnir taka völdin og valda vandræðum. Þegar hlutfalli góðu og slæmu bakteríanna er raskað hefjast vandamál eins og andstyggileg loftþemba, niðurgangur, eitrun í þörmum, hægðartregða og lélegt frásog næringarefna. Ef ekkert er að gert gætu einkennin orðið krónísk og veikja ónæmiskerfið sem á endanum getur leitt til alvarlegra sjúkdóma. Heilbrigður ristill ætti að búa yfir að minnsta kosti 85% vinalegu gerlanna til þess að geta verndað það sem fyrir ofan fyrir örverum á borð við E. coli, salmonellu og fleiru. Hvað gera Probiotics bætiefnin? Rannsóknir staðfesta hvað eftir annað mikla þörf á bætiefnum með vinalegum gerlagróðri. Þau styrkja ónæmiskerfið, framleiða andoxunarefni, efla niðurbrot næringarefna og frásog vítamína, steinefna og amínósýra og mynda B-vítamín, sem eru nauðsynleg heilbrigðu taugakerfi. Þau draga úr hægðatregðu og niðurgangi, meðal í ungabörnum og niðurgangi af völdum sýklalyfja og ferðalaga, matareitrana ásamt því að leggja grunninn að því að minnka kólesteról í blóðinu. Þá stuðla vinalegu gerlarnir að blóðsykursjafnvægi, heilbrigðri húð og viðhaldi sterkra beina. Mikið er mælt með Probiotics gegn sveppa- og gersveppasýkingum eins og Candida, því með inntöku þess vex heilbrigðum lífstofni vinalegra gerla ásmegin sem þá nær að keppa við skaðlega sveppi sem sífellt eru að reyna að byggja sér varanlega bústað í meltingarveginum. Hvenær ættum við að neyta Probiotics? Bestur árangur næst ef Probiotic er neytt reglulega, helst á hverjum degi til þess að skipta út flórunni sem orðið hefur fyrir skaða af völdum lífsstíls og/eða umhverfisþátta. Mælt er með því að þeirra sé neytt á fullan maga svo gerlarnir í Udo’s Choice Porbiotcs fari í gegnum meltingarveginn á fullri virkni. Infant’s Blend -fyrir börn sem ekki eru á brjósti Bifido gerlagróðurinn ættu á vera í miklum mæli í ungum börnum þar sem ónæmiskerfið þeirra er ekki enn fullþroskað. Þessa vinalegu gerla ættu börnin að hafa beint frá mæðrum sínum sem hafa farið í gegnum hreina og „ómengaða“ meðgöngu og fæðingu. En sú er ekki alltaf raunin. Þennan góða gerlagróður er vissulega að finna í 60% barna sem fæðst hafa með eðlilegum hætti en hjá aðeins 9 % þeirra sem tekin hafa verið með keisaraskurði. Mikil munur er líka hjá þeim börnum sem nærast á brjóstamjólk og þeim sem ekki fá brjóstamjólk. En eins og gefur að skilja er gerlagróður barna sem ekki nærast á brjóstamjólk ekki alltaf í góðu jafnvægi. Veitið því sérstaklega athygli að Udo’s Choice Infant Blend Probiotic Powder ber að blanda saman við barnamat eða þá í drykki sem eru hluti af daglegri næringu ungra barna.  Fyrir ungabörn og smábörn frá 0 til 5 ára Fyrir 16 til 65 ára Advanced Adult’s -fyrir óásættanlega ristilvirkni Eldra fólk þarf að jafnaði mikið magn hagstæðra gerla og nokkrar tegundir bifidogerla til þess að tryggja heilsu ristilsins. Mikil neysla á acidophilus þegar það skortir á bifidogerlana getur valdið hægðartregðu. Þessi blanda var sérstaklega hönnuð með áherslu á hárfínt jafnvægi bifidogerlanna sem eru nauðsynlegir heilsu og langlífi fólks á besta aldri. Þessi blanda er einnig ætluð þeim sem eru undir 65 ára aldri og eiga við vandamál í ristli að etja; eru annað hvort með krónískan niðurgang eða hægðartregðu sem er oft mælikvarði á að annað gæti verið að. Advanced Adult’s blanda er hönnuð til þess að ýta við hægum ristli, óeðlilegri frumskiptingu, bakteríusýkingum og háu kólesteróli. Bætir meltingu próteina, kolvetna og fitu og bætir ónæmiskerfið og minnkar bólgur. Fyrir 5 ára og eldri Super 5 Lozenge -gegn andfýlu og tannskemmdum Vinveittir gerlar eru nauðsynlegir gegn óvinveittum lífverum sem valda því sem kallað er þruska. Þruska hefur áhrif á ástand gómsins, tannskemmdir, vefskemmdir og andfýlu. Til þess að ná sem bestum árangri er best að vinveittu gerlarnir komist í beint samband við munn, tennur, góm og háls. Af þessum ástæðum ætti að leyfa Super 5 sem er hálstöfluformi að leysast rólega upp í munninum eftir máltíð. Hálstöflurnar eru með hindberjabragði og ætlaðar öllum aldurshópum. Sjá nánar á ttp://www.florahealt.com/