Meltingar ensím

Haft hefur verið á orði að í upphafi lífsins sé okkur gefinn sparireikningur með birgðum einsíma. Ef engir vextir eru á reikningnum eða hlúð að honum að öðru leyti gengur hann sér á endanum til þurrðar. Eins og mataræði nútímamannsins er háttað klárast ensímin á sparireikningnum löngu áður en yfir lýkur. Það veit á ýmsa lífstílssjúkdóma. Dr. Udo Erasmus, sem er einn umtalaðasti næringarfræðingur samtímans fyrir tímamótarannsóknir sínar á virkni olía á mannslíkamann, er einnig í fararbroddi í samsetningu ensíma. Margir eru á því að virkni ensíma á mannslíkamann verði eitthvert heitasta heilsufræðilega umræðuefni 21. aldarinnar. Hvað eru ensím?
Ensím, þekkt í íslenskri þýðingu sem hvatar, eru aðallega tvenns konar í líkama okkar; efnaskiptaensím og meltingarensím. Efnaskiptaensím eru einkanlega fyrir frumu og líkamskerfið en meltingarensím, eins og nafnið ber með sér, fyrir meltinguna. Munnurinn, maginn, brisið, lifrin og þarmarnir framleiða margskonar meltingarensím með það hlutverk að brjóta niður fæðuna í einingar sem líkaminn getur nýtt sér. Efnaskiptaensím nota svo næringarefnin sem meltingarensímin hafa brotið niður í meltingarveginum, svo framarlega sem eðlileg melting hafi átt sér stað. Þriðja hópinn af ensímum fáum við svo úr fæðunni en þau eru helst að finna í hráu fæði eins og t.d. grænmeti, ávöxtum, hnetum og fleiru. Ef við neytum hrás fæðis sér meltingin svo að segja um sig sjálf, þ.e. hrátt næringarríkt fæði þarfnast ekki orku frá líkamanum til niðurbrots í nýtanlega fæðu. Mest af unnum mat er sneyddur ensímum. Í stað þess að gefa orku tekur hann orku frá líkamanum til þess að brjóta matinn niður og þá gengur á sparireikninginn. Skortseinkenni? Einkenni skorts á ensímum eru t.d, loftmyndun, uppþemba, brjóstsviði, magaverkur, að vera pakksaddur eftir nokkra bita, krampar í þörmum, ófullnægt hungur, þreyta og svefnleysi. Þótt þessi einkenni kunni að vera algeng eru þau alls ekki ásættanleg því fæðu er ætlað að gefa okkur orku en ekki gera okkur þreytt. Mörgum heimildum ber svo saman um að alvarlegri skorteinkenni séu t.d síþreyta og ótímabær öldrun. Hvernig geta Udo’s Choice ensímin hjálpað?
Þau tryggja hámarks nýtingu næringarefna úr fæðunni Hvíla brisið og komið því í samt lag Orkan eykst þar sem næringarefnin úr fæðunni nýtast betur
Þau hjálpa líka heilbrigðu fólki að verða enn heilbrigðara. Með viðbótarensímum verður til aukaorka. Hvað gerist?
Með inntöku ensíma ná þarmarnir loks eðlilegri virkni og virka betur en nokkru sinni fyrr. Það finnur fólk m.a. á því að það skilar frá sér miklu meiru en það hefur áður gert, þ.e. hægðum – vegna þess að ensímin brjóta betur niður matinn. Að sama skapi hverfur hungurtilfinningin. Það stafar að því að næringin úr fæðunni nýtist líkamanum betur.Ensím blöndurnar frá Udo’s Choice sem fást á Íslandi: Adult’s Blend Enzyme -fyrir fólk frá 19 til 65 ára
Inniheldur 15 tegundir ensíma sem nauðsynleg eru þeim sem borða alhliða vestrænan mat, hvort sem hann er fitulítill, próteinríkur eða kolvetnaríkur. Hjálpar til við frásog á öllum nauðsynlegum næringarefnum sama hvaða fæðutegunda fólk neytir.

Advanced Adult’s Enzyme -fyrir fullorðna og aldraða

Sjö tegundir virkra ensíma sérstaklega sett saman til þess að létta á uppsöfnuðum meltingarvandamálum. Hámarksvirkni og því hámarksnýting á næringarefnum sem flýta fyrir kjörheilsu á sem skemmstum tíma. Ultimate Diagestive Enzyme -alhliða ensímblanda sem spannar allt litrófið

Blanda af tíu tegundum ensíma sett saman sértaklega í því augnamiði að meltingin nái jafnvægi. Fyrir þá sem borða mikið af meðhöndluðum mat og fá því ekki nauðsynleg ensím frá degi til dags.

Teenager’s Blend Enzyme -fyrir unga fólkið

Tólf virk ensím sérstaklega ætluð eldri börnum og ungu fólki sem sólgin eru í fæði sem fólk á kynþroskaaldri sækir oft í. Hjálpar sérstaklega við upptöku kalks og próteina sem nauðsynleg eru ungu fólki í örum
vexti. Af hverju Udo’s Choice® ensím blöndurnar?

  • Áhrifaríkar aldurs- og ástandstengdar samsetningar ætlaðar mismunandi tímabilum lífsins
  • Virka í gegnum allt meltingarkerfið
  • Allt litrófið -aðstoða við meltingu á prótínum, fitu, kolvetnum, sykrum og trefjum -hvort sem er hráum eða elduðum
  • Hátt hlutfall prótínkljúfa dregur úr bólgum og fæðuofnæmi sem kemur til af því að líkaminn ræður illa við að melta prótín
  • Eykur frásog næringarefna og eykur orku
  • Dregur úr lofti, uppþembu, brjóstsviða, bakflæði, hægðartregðu og niðurgangi

Tryggð virkni ensíma (FCC einingar) Sjá nánar áhttp://www.florahealth.com/ Heimildir: C. Bateson-Koch, DC, ND, Allergies: Disease in Disguise (Burnaby: alive books, 1994), bls. 82, 95-97.