Gallexier frá floradix

Gallexier er safi til inntöku, gerður úr 12 jurtum sem eiga það sameiginlegt að vera beiskar og vera þekktar fyrir að styðja við starfssemi meltingarfæranna og tengdra líffæra.

Beiskar jurtir eru þekktar fyrir að örva meltinguna, koma í veg fyrir meltingartruflanir og auðvelda niðurbrot fæðu.

Virknin hefst strax í munninum þar sem beiskjan örvar munnvatnsframleiðslu. Næst örvar það framleiðslu og seytingu ensíma frá brisi, galli frá lifur og gallblöðru og magasýru í maga.

Allt verður þetta til þess að niðurbrot fæðu verður betra og minni líkur eru á meltingartruflunum hvers konar.

Getur komið í veg fyrir uppþembu, hægðatregðu og almenna vanlíðan af völdum ofáts.

Virkar sérlega vel með feitum og þungum máltíðum.

Gott er að taka 20 ml fyrir máltíðir en einnig má drekka safann eftir mat.

Börn mega taka Gallexier, þau fá bara minni skammt.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 20ml en 10ml fyrir börn.

Gallexier má taka að staðaldri eða tímabundið, líkaminn verður ekki háður neyslu þess.

Blandan er alkohól frí og laus við glúten, hveiti, mjólk og öll rotvarnar- og gerviefni.

Geymist í kæli eftir notkun

Innihald:

Virk innihaldsefni: Cynara scolymus (ætiþistill), taraxacum officinale (túnfífill), gentiana lutea (gulvöndur), curcuma longa (túrmerikrót), achillea millefolium (vallhumall), zingiber officinale (engiferrót), matricaria recutita (kamillublóm), foeniculum vulgare (fennel), citrus aurantium (appelsínubörkur), cnicus benedictus (heilagþistill), elettaria cardomomum (kardimommur) og menyanthes trifoliata (horblaðka).

Önnur innihaldsefni: Vatn og frúktósi

Gallexier fæst í heilsubúðum og apótekum