Omega fitusýrur

Það er mikill misskilningur að forðast eigi alla fitu í matarræðinu, en stundum vill gleymast að fitutegundir eru margskonar og að við þurfum fitu til að viðhalda heilbrigðri líkamsstarfssemi. Góð fita er ekki aðeins holl fyrir okkur, heldur gegnir hún mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans þannig að hann starfi eðlilega. Þó að slæm fita sé óhollusta sem hækkar kólesteról, stíflar æðar og veldur offitu og slæmum sjúkdómum, er góð fita nauðsynleg til að við höldum fallegri húð, til að fyrirbyggja hjartasjúkdóma og jafnvel til að hafa stjórn á þyngdinni. Við þurfum lífsnauðsynlegar fitusýrur m.a. fyrir eðlilega starfsemi sjónhimnu, taugaboða í heila, taugavefs og nýrnahetta. Skortur á fitusýrum getur m.a. stafað af einhæfri fæðu eða streitu. Omega-3 og -6 eru fitusýrur sem flokkast hvorar um sig í undirflokka og tilheyra „góða“ fituhópnum. Þær eru hluti af þeim lífsnauðsynlegu fitusýrum sem við þurfum en líkaminn getur ekki framleitt sjálfur. Við þurfum því að gæta þess að fá þær úr fæðunni. Þær er að finna í ýmsum fæðutegundum eins og hveitikími, ólífuolíu, valhnetum, sojabaunum, lýsi, laxi, túnfiski og makríl svo eitthvað sé nefnt.

Jafnvægi þarf að ríkja milli neyslu á ómega-3 og -6, en matarræði í hinum vestræna heimi inniheldur mun meira af ómega-6 (jurtaolíum) en ómega-3. Það getur valdið vandræðum í líkamanum þar sem of mikið af omega-6 dregur úr upptöku á omega-3. Hins vegar dregur mikil neysla af omega-3 ekki úr upptöku á ómega-6.

Omega-3 fitusýrur skiptast í EPA (eikósapentanósýru) og DHA (dokósahexanó-sýru). Það er löngu þekkt að EPA gegnir mikilvægu hlutverki í styrkingu á kransæðakerfinu, þ.e. haldi kransæðunum „hreinum“ og minnki líkur á hjartasjúkdómum. Hins vegar er styttra síðan að ágæti DHA uppgötvaðist í tengslum við heilastarfsemi og sjón.1 Stór hluti heila og augna er gerður úr fitusýrum, að stærstum hluta DHA og AA (arakídónsýru) en þá síðarnefndu vinnur líkaminn úr omega-6. Þessar fitusýrur sjá til þess að taugafrumuhimnur starfi eðlilega og að boðin milli þeirra í heilanum fari eðlilega fram. Þær hafa því áhrif á minni, einbeitingu, tal og hreyfiþroska. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á skort á ákveðnum fitusýrum í ofvirkum börnum.2,3

Omega gagnast lesblindum

Fyrirtækið Efamol Ltd. hefur um árabil rannsakað þessa þætti í náttljósarolíu (Evening Primrose Oil), en hún er einmitt mjög rík af ómega-6 fitusýru sem heitir gammalínólensýra. Þróuð hefur verið sérstök blanda fyrir fólk með lesblindu og einbeitingarvandamál og heitir það bætiefni Efalex. Inniheldur það túnfiskolíu (ómega-3), náttljósarolíu, en í henni er gamma-línólensýra (GLA) og E-vítamín (eykur nýtingu DHA og er náttúrulegt rotvarnarefni) bundið við blóðbergsolíu til að hámarka upptöku efnisins í líkama og heila. Það var þróað í framhaldi af þeirri uppgötvun Dr. Jackie Stordy við háskólann í Surrey að meginlípíðar geta bætt og jafnvel lagfært náttblindu hjá lesblindum.

Fyrstu upplýsingar um þessa uppgötvun voru í grein í „The Lancet“. Síðari rannsóknir benda til að Efalex gagnist við lesblindu. Jafnframt gæti það geymt lykil að hjálp við vanda ofvirkra barna. Nýlegar rannsóknir sem birtust í „The American Journal of Clinical Nutrition“ sýna að mörg ofvirk börn skortir mikilvægar fitusýrur, einkum AA, EPA og DHA sem fást úr Efalex. Mjög góð viðbrögð hafa verið við Efalex og hafa neytendur t.d. skrifað: „í fyrsta sinn á ævinni eru orð og bókstafir hætt að hoppa um á síðunni og nú læri ég að lesa.“ Eða foreldrar sem skrifuðu: „Öll streita er horfin úr lífi sonar okkar og úr okkar lífi einnig“. Efalex er náttúrulegt efni, öruggt og áhrifaríkt jafnt fyrir börn og fullorðna.

Omega-3 er er til frá mörgum framleiðendum. Fyrir þá sem nota það til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma er upplagt að nota Omega-3 með hvítlauk, því hvítlaukurinn stuðlar einnig að heilbrigði þeirra.

Heimildir:

 1. Farquharson J, Cherry EC, Abbasi KA, Patrick
  WJA. Effect of diet on the fatty acid composition of the major
  phospholipids in infant cerebral cortex. Archives of Disease in
  Childhood 72: 198-203. 1996.
 2. Stevens L et al. Essential Fatty Acid
  metabolism in boys with Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Amer.
  Journal of Clinical Nutrition 62: 761-8. 1995.
 3. Stevens L et al. Omega-3 Fatty Acids in
  boys with behaviour, learning and health problems. Physiology &
  Behaviour 59: 915-20. 1996.
 4. Stordy BJ. Benefits of docosahexaenoic acid supplements to dark adaptation in dyslexics. Lancet 346: 385. 1995
 5. Artemis P. Simopoulos, MD, and Jo Robinson. The Omega Plan. 1998

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar  lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.