Efamol

Nauðsynlegar (essential) fitusýrur eru afar mikilvæg fæðuefni sem líkaminn getur ekki framleitt upp á eigin spýtur frekar en flest vítamín. Þetta eru fjölómettaðar fitusýrur sem líkaminn verður að fá úr fæðunni og því eru þær sagðar vera „nauðsynlegar“ (essential). Cis-linolsýra er ein sú mikilvægasta þeirra, en til að ná fram lífrænni virkni hennar verður líkaminn fyrst að umbreyta henni í gammalínólensýru (GLA) í þeim tilgangi að mynda stýriefni sem kallast prostaglandin í flokki 1, m.a. PGE1. Því miður getur þetta umbreytingarferli orðið fyrir hindrunum t.d. vegna sykursýki, veirusýkinga, hormónabreytinga, öldrunar, af völdum áfengis og fæðu sem inniheldur mikið af mettuðum fitusýrum, kólesteróli og ýmsum mikið unnum matarolíum og smjörlíki. Einnig getur skortur á sinki, magnesíum eða B-6 vítamíni orðið til þess að hindra framleiðslu líkamans á GLA, sem veldur svo skorti á prostaglandini. Prostaglandin tilheyrir hópi efna sem líkjast hormónum og gegna mikilvægu hlutverki í samdrætti vöðva, samloðun flóðflaga, útvíkkun og samdrætti æða, sársaukatilfinningu og bólguviðbrögðum.

Nú hafa menn fundið jurt sem inniheldur gammalínólensýruna sjálfa, þannig að þó líkaminn sé ekki í standi til að vinna hana úr jurtaolíum sem neytt er í venjulegri fæðu, þá má tryggja honum þetta mikilvæga byggingarefni prostaglandins beint úr olíu sem unnin er úr fræjum náttljóss, blóms sem einnig er nefnt kvöldvorrós. Ótal rannsóknir hafa hafa verið gerðar með náttljósarolíu og flestar þeirra með olíu frá fyrirtækinu Efamol, enda er það fyrirtæki brautryðjandi í þróun þessa bætiefnis. Rannsóknirnar leiddu í ljós að Efamol-olían gagnaðist við mismunandi sjúkdómum eins og t.d. exemi, fyrirtíðaspennu, ofvirkni, síþreytu og liðagigt. Þeir eru til sem fagna því sérstaklega að Efamol fyrirbyggir timburmenn, sé bætiefnið notað að staðaldri eða a.m.k. viku fyrir áfengisneyslu.

Liðagigt

Áhuginn beindist ekki síst að liðagigt, því sá sjúkdómur hrjáir marga og engin eiginleg lækning til við honum. Liðagigt er sjúkdómur með langvarandi bólgum í liðum sem leiða til skemmda í liðbrjóskinu og geta jafnvel valdið skemmdum á beini og liðpokanum í kring. Við liðagigt eru aðallega gefin bólgueyðandi lyf og sterar, þau slá á verki og bólgur og auka hreyfigetuna, en þau lækna ekki sjúkdóminn, því allt fer í fyrra horf ef sjúklingurinn hættir að nota lyfin. Því miður valda þessi lyf yfirleitt slæmum aukaverkunum, einkum séu þau notuð til langframa eins og yfirleitt þarf að gera. Kosturinn við GLA (sem sé virka efnið í Efamoli) er m.a. sá að það hefur ekki þessar aukaverkanir. GLA dregur úr bólgum í liðunum og þar af leiðandi réna líka verkirnir og í mörgum tilfellum hverfa þeir. Bólga hjá liðagigtarsjúklingum á m.a. rætur að rekja til aukinnar myndunar T-eitilfruma. GLA hindrar myndun þessara T-fruma (Vassilopoulus et al 1997, Horrobin et al 1979) og virðist einnig hemja vöxt hálafruma sem mikið er af í liðagigtarsjúklingum (Baker et al 1989).

Efamol er þó engin endanleg lækning við liðagigt, því sé neyslu þess hætt, fær líkaminn eðlilega ekki þann skammt af GLA sem nýttist til að draga úr bólgunum. Iðulega hefur fólk þó getað minnkað skammtinn þegar frá líður. Áhrifin af Efamol koma misfljótt í ljós eftir einstaklingum. Sumir finna mun fljótlega, en yfirleitt er ráðlagt að nota Efamol í a.m.k. 3 mánuði áður en vænta má þess að finna fyrir bata. Þeir sem eru á lyfjum ættu alls ekki að sleppa þeim, heldur taka fyrst Efamol inn í nokkurn tíma og síðan, helst í samráði við lækni, draga úr notkun lyjanna. Til að Efamol nýtist fullkomlega þarf að vera til staðar nægjanlegt magn af B-6, B-3, sinki og C-vítamíni. Því er æskilegt að taka bætiefni sem inniheldur þessi efni eins og t.d. Sinkvit, sé ekki verið að nota fjölvítamín, en þessi efni eru í flestum fjölvítamínum.

Nánari

upplýsingar eru á netsíðunni http://www.efamol.com/

Heimildir:

  • Baker DG, Krakauer KA, Tate G, Laposata M, Zurier RB. Suppression of human synovial cell proliferation by dihomo-gamma-linolenic acid. Arthritis Rheum 32(10):1273-81, 1989
  • Belch JJ, Ansell D, Madhok R, ODowd A, Sturrock RD. Effects of altering dietary essential fatty acids on requirements for non-steroidal anti-inflammatory drugs in patients with rheumatoid arthritis: a double blind placebo controlled study. Ann Rheum Dis 47(2):96-104, 1988.
  • Horrobin DF, Manku MS, Oka M, Morgan RO, Cunnane SC, Ally AI, Ghayur T, Schweitzer M, Karmali RA. The nutritional regulation of T lymphocyte function. Med Hypo-theses 5(9):969-85, 1979.
  • Jäntti J, Nikkari T, Solakivi T, Vapaatalo H, Isomäki H. Evening primrose oil in rheumatoid arthritis: changes in serum lipids and fatty acids. Ann Rheum Dis 48(2):124-7, 1989.
  • Vassilopoulos D, Zurier RB, Rossetti RG, Tsokos GC. Gamma-linolenic acid and dihomogamma-linolenic acid suppress the CD3-mediated signal transduction pathway in human T cells. Clin Immunol Immunopathol 83(3):237-44, 1997.
  • Zurier RB, Rossetti RG, Jacobson EW, DeMarco DM, Liu NY, Temming JE, White BM, Laposata M. gamma-Linolenic acid treatment of rheumatoid arthritis. A rando-mized, placebo-controlled trial. Arthritis Rheum 39(11):1808-17, 1999.

Upplýsingar þessar eru samansafn fróðleiks um náttúrulegar lækningar. Þeim er ekki ætlað að koma í stað tilmæla eða ráðgjafar fagfólks í heilbrigðisþjónustunni. Sjúklingar á lyfjum, einkum séu þeir haldnir alvarlegum sjúkdómum ættu að ráðfæra sig við lækni áður en þeir hefja neyslu bætiefna.