Granatepli / e: Pomegranate

Granatepli hafa gegnt veigamiklu hlutverki í mataræði íbúa Mið-austurlanda frá örófi alda. Þeir sem ástunda náttúrulækningar hafa löngum vitað um öflugan lækningamátt þeirra. Með aðferðum nútíma vísinda hefur enn öflugri lækningamáttur granateplanna verður dreginn fram í dagsljósið. Hið virta fyrirtæki Kroeger Herb, sem stofnað var af einum af brautryðjendum náttúrlækninganna, Hönnu Kroeger, hefur sett á markað bætiefnið Pomegranate sem unnið er úr hreinum og ómenguðum fræjum granateplanna. „Granatepli er elsta lækningajurt mannkynsins. Einn af mínum uppáhaldsfrösum er fyrir tíma lyfjanna var matur notaður til lækninga. Efst á blaði fæðutegunda með lækningamátt eru granatepli,“ segir Dr. Howard Murad húðsjúkdómalæknir og prófessor við UCLA, Háskólanum í Kaliforníu. Hann segir jafnframt þessa elstu lækningajurt mannkyns aftur orðna efst á lista yfir „heitustu“ lækningajurtir heims. (sjáhttp://www.murad.com/). Grískir læknar til forna ráðlögðu granatepladjús við liðagigt, blóðrásarvandamálum, vírusum og meltingarvandamálum. Innviði granatepla koma mörgum á óvart sem ekki hafa séð þau. Inn í þeim er hundruð lítilla bragðgóðra fræja sem eru stökk að utan en safarík að innan. Í matargerð eru fræin ýmist borðuð beint eða notuð í allskyns áhugaverða rétti.Andoxunareiginleikar
Nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að fræ granateplisins eru jafnvel enn ríkari af andoxunarefnum en grænt te, rauðrunnate eða rauð vín. Fræin eru líka afar rík af flanvóníóðumunum fjölfenóli (polyphenol ellagic sýru, skammstöfun PC. Finnst í mörgum berjategundum) og Punicosides (fjölfenól sem tilheyrir punicalagins hópnum) sem talin eru eiga heiðurinn af einstökum lækningamætti granateplanna. Gott fyrir hjartað Samkvæmt nýjum rannsóknum hafa fræin í granateplum sýnt að þau geti með afgerandi hætti minnkað æðakölkun og byggt æðarnar upp að nýju. Rannsóknir hafa líka leitt í ljós að andoxunareiginleikar fræja granateplanna eru að öllum líkindum ábyrg fyrir fituúrfellingum úr veggjum slagæða; hreinlega afoxi það sem orðið hefur fyrir oxun og hafi þar með áhrif á þær frumur sem stjórni blóðflæði eða svokallaðar innþekjufrumur. Einstakir afoxunareiginleikar (líka þekkt undir heitinu andoxun) granateplisins geta hugsanlega dregið úr oxun LDL (minnkað þéttleika lipoprótíns) eða slæma kólesterólsins. Þetta eru afar góðar fréttir því mikil oxun LDL er talið bein tengt aukinni hættu á hjartaáföllum og heilablóðfalli.Krabbameinsrannsóknir Í mikilli leit sinni að lækningu gegn krabbameinsóværunni hafa nú vísindamenn beint sjónum sínum að andoxunareiginleikum fræja granatepla. Rannsóknir sýna að miklar líkur á að granatepli geti dregið verulega úr nokkrum útbreiddum tegundum krabbameina. Hér er um að ræða blöðruhálskirtilskrabbamein, brjóstakrabbamein, hvítblæði, húðkrabbamein. Sumar rannsóknir hafa sýnt að fræ granateplanna hafi þá einstöku eiginleika að krabbameinsfrumurnar hreinlega snúi aftur til síns heima og verði eðlilegar á ný. Þetta ferli er þekkt undir heitinu diffrun. Líkur benda líka til að fræ granateplanna geti einnig orsakað dauða krabbameinsfrumnanna. Breytingarskeiðið Granatepli hafa verið vinsæl gegn ýmsum kvillum breytingarskeiðsins þar sem þau eru uppfull af svokölluðu
jurtaestrógeni (estradiol, estrone og estrioli). Og þar sem sýnt hefur verið fram á að líkur eru á efni granateplunum geti dregið úr brjóstakrabbameini sem og úr áhættunni á hjartaáföllum og heilablóðfalli er þessi einstaki ávöxtur og afurðir hans efstar á lista yfir það sem konur á breytingarskeiðinu sækjast eftir. Samkvæmt einni rannsókninni getur safi úr granateplum einnig dregið úr einkennum breytingarskeiðsins á borð við þunglyndi og beinþynningu. Beinþynning Granatepli geta stöðvað ensím sem valda beinþynningu.   Rannsóknir hafa sýnt að granatepli bæla Interleukin-1b (IL-1b); bólguvaldandi prótein mólíkúl, sem leikur
lykilhlutverk í niðurbroti á brjóski í líkamanum. Annað… Þar sem granatepli eru gædd öllum þessum lækningarmætti sem upp hafa verið taldir er mjög líklegt að mun fleira eigi eftir að koma í ljós. Heimildir:   The Encyclopedia of Medicinal Plants. Höf: Andrew Chevallier
http://www.kroegerherb.com/ http://www.healthy.net/http://www.holistic-online.com/ www.murad.com