For travelling abroad – góðgerlablandan til að taka með í ferðalög

50% fólks fær meltingartruflanir á ferðalögum erlendis!

Við þekkjum þetta flest, af eigin reynslu eða okkar nánustu. Niðurgangur, hægðatregða og uppþemba eru algeng vandamál á ferðalögum.

Þegar við ferðumst um langan veg á framandi slóðir eru meiri líkur á að verða fyrir matarsýkingum. Þá þurfum við að huga sérstaklega vel að meltingunni og passa uppá þarmaflóruna.

For travelling abroad  er einstök blanda góðgerla sem er sérhönnuð til að taka á ferðalögum.

Blandan inniheldur 4 tegundir gerla sem rannsóknir hafa sýnt að þola vel erfiðar aðstæður og geta hjálpað að koma í veg fyrir meltingaróþægindi og niðurgang á ferðalögum.

Bifidobacterium longum Rosell-175, Lactobacillus rhamnosus Rosell-11 og Lactobacillus acidophilus Rosell-52 eru allt vel rannsakað tegundir góðgerla sem þola vel hita og raka og komast lifandi niður í smáþarma og ristil þar sem þeir vernda og viðhalda vinveittu flórunni.

Saccharomyces boulardii er vinveitt gersveppategund sem hefur líka mikið af rannóknum á bakvið sig. Hún getur bundist skaðlegum sýklum í meltingarveginum, borið þá út með hægðum og komið þannig í veg fyrir að þeir valdi sýkingum. Enn fremur reynist hún ákaflega vel við niðurgangi og getur hjálpað við að stoppa hann og stytta tímann sem hann gengur yfir.

Best er að taka For travelling abroad í 3-5 daga áður en lagt er af stað í ferðalagið, á meðan á því stendur og í nokkra daga eftir að heim er komið.

Má gefa börnum frá 1 árs aldri – þá má opna hylkin og blanda í mat eða drykk sem er kaldur eða við stofuhita.

Mælt er með að taka 1 hylki á dag með morgunmat.