Tinna Sif hráfæðiskokkur og jógakennari

Tinna Sif hráfæðiskokkur og jógakennari

Mig langar að segja ykkur frá mér og hvað leiddi til þess að ég fór að læra um plöntumiðað fæði.

Í mörg ár glímdi ég við heilsufarsvandamál sem vestrænar lækningar gátu því miður ekki hjálpað mér með. Ég leitaði á önnur mið og með heildrænni nálgun; blöndu af breytingu á matarræði, fjölbreyttri hreyfingu og teygjum, hugleiðslu, öndunaræfingum og fleiru fór mér að líða mikið betur. Ég sótti ýmis konar námskeið og meðferðir hér heima og á ferðalögum mínum erlendis sem hjálpuðu mér átt að betri líðan. Í þessu ferli kynntist ég plöntumiðuðu fæði e. Plant based diet. Áhugi minn á matargerð jókst til muna sem leiddi mig í Hráfæðiskóla í Bandaríkunum, Living Light Culinary Institute þar sem ég lauk námi í Mastery of raw vegan cuisine. Nú kenni ég jóga, handstöður og acro jóga. Meðfram því er ég dugleg að bjóða fólki í mat og kynna þar möguleika plöntufæðis. Það kemur mörgum á óvart hversu margt spennandi og skemmtilegt er hægt að útbúa. Mér finnst mikilvægt að sýna fólki að þetta þarf ekki að vera flókið og ekki allar uppskriftir innihalda yfir 20 innihaldsefni.

„Ég hef ferðast mikið og kynnst fjölbreyttum og ólíkum menningarheimum sem veita mér innblástur í eldhúsinu en þar get ég dundað mér tímunum saman.“

Ég reyni að vera dugleg að deila uppskriftum sem eru fljótlegar og auðveldar og innihalda ekki mörg hráefni til að sýna fólki að þessi lífstíll er aðgengilegur fyrir alla. Við mannfólkið erum margflóknar verur og ég hef kynnst því sjálf hversu mikilvægt það er að notast við heildræna nálgun á líkama og sál og það er það sem ég stend fyrir. Ég vil halda áfram að miðla af minni reynslu og hjálpa öðrum að finna líkamlegt og andlegt jafnvægi, sitt innra sjálf.

Hægt er að fylgjast með Tinnu undir True_roots_life á Instagram.

 

Hér kemur uppskrift að ljúffengum kleinuhringjum sem eru líka mjög hollir:

Kínóa kleinuhringir – 6 stk.

  • 2-4 dl Kínóa Pops frá Biona
  • 60g kókosolía
  • 30g kakósmjör
  • 4 msk kakó frá The Raw Chocolate Co
  • 2 msk möndlusmjör frá Biona
  • 2 msk kókossíróp frá Biona
  • 1/2 msk hlynsíróp
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1/2 tsk rabbarbarasalt
  1. Bræðið Biona kókosolíu og kakósmjör í skál yfir heitu vatni.
  2. Bætið öllum innihaldsefnum við nema kínóa pops og blandið þar til silkimjúkt.
  3. Þá er kínóa pops bætt út í, magn eftir smekk hvers og eins.
  4. Hellið í kleinuhringjamótin og látið bíða í frysti í 30-60 mínútur.

„Mér finnst gott að bæta út í rúsínum eða mórberjum. Einnig hef ég prófað að setja blöndu af hreinum lakkrísflögum og lakkrísdufti og það var virkilega ljúffengt.“

Pulsin Supershake Vanilla & Matcha fyrir 1

  • 1/2 pera
  • 1/2-1 frosinn banani
  • 1/2 – 1dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós
  • 2 msk Pulsin Supershake – Vanilla & Matcha
  • Vatn eftir þörfum
  1. Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt.

Pulsin Supershake Red Berry fyrir 1

  • 1/2  frosinn banani
  • 4 frosin lífræn jarðaber
  • 6 frosin lífræn hindber
  • 1/2 – 1dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós
  • 2 msk Pulsin Supershake – Red Berry
  • 1 msk möndlusmjör frá Biona
  • Vatn eftir þörfum
  1. Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt

Pulsin Supershake Cacao Maca fyrir 1

  • 1 1/2 frosnir bananar
  • 1 dl þykki hlutinn af kókosmjólk úr dós
  • 2 msk Pulsin Supershake – Cacao Maca
  • 1 msk Tahini
  • vatn eftir þörfum
  1. Setjið öll innihaldsefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt