Jackfruit í staðinn fyrir kjöt

Júlía heilsumarkþjálfi og heilsukokkur Lifðu Til Fulls deilir með okkur girnilegri uppskrift með jackfruit. Sjálf smakkaði hún jackfruit fyrst á mexíkóskum veitingastað í Miami fyrir nokkrum árum. Áferðin kom henni skemmtilega á óvart en hún minnir töluvert á “pulled pork” þrátt fyrir að vera í raun ávöxtur. Fagnaði hún því þegar jackfruit frá Biona var loks í boði hér á landi.

Uppskrift af Jackfruit Chilli

Glúteinlaus og sykurlaus
Eldunartími: 30 mín
Fyrir fjóra

  • 2 msk ólífuolía eða avókadóolía
  • 1 stór sæt kartafla, flysjuð og skorin í bita
  • 3-4 gulrætur eða ¼ grasker, skorið í bita
  • 1 rauð paprika, skorin í bita
  • 1 tsk rósmarín
  • 300 ml. vatn
  • 1 rauðlaukur, annar helmingur skorinn í stóra bita og hinn helmingur saxaður
  • 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • ½ tsk kúmenduft
  • 1 tsk kóríanderduft
  • ½ tsk paprikuduft
  • ¼ tsk chilliflögur
  • 400 gr. tómatar í dós frá Biona
  • 400 gr. jackfruit frá Biona
  • 400 gr. dós nýrnabaunir eða smjörbaunir frá Biona
  • 3 msk tómatpúrra frá Biona
  • 1-3 msk. næringarger frá KAL (gefur gott ostabragð)
  • 400 gr. kókósmjólk frá Biona eða sýrður rjómi
  • Tortillaflögur frá Amaizin
  • Avókadó
  • Ferskur kóríander
  1. Jackfruit ávöxturinn er frábær staðgengill fyrir kjöt og inniheldur mikið magn trefja og vítamína. Lífrænt og vegan.

    Hitið ofninn í 220 °C.

  2. Skerið sætu kartöflur, gulrætur/grasker og setjið í eldfast mót með ólífuolíunni og smá rósmarín. Bakið í ofninum í 15 mínútur. Hrærið aðeins í grænmetinu, bætið
    paprikunni við og eldið í 15 mín. í viðbót eða þar til grænmeti er eldað.
  3. Á meðan grænmeti er í ofni hitið stóran pott með olíu. Steikið rauðlauk, hvítlauk, bætið við kryddum og jackfruit í nokkrar mínútur – tætið jackfruit á pönnunni með spaða. Bætið við tómötum úr dós, næringargeri, tómatmauki, 300 ml af vatni og baunum og leyfið suðu að koma upp. Lokið, lækkið hitann í miðlungshita og leyfið að malla í 30 mínútur, hrærið af og til. Bætið við örlítið meira af vatni eftir þörfum.
  4. Hrærið fersku kóríander saman við rétt undir lok og kryddið að vild. Berið fram með salati. Mér finnst best að skreyta réttinn með kókosmjólk frá Biona eða sýrðum rjóma, smá næringargeri, kóríander, avókadó og mylja tortilluflögur frá Amaizin yfir. Rétturinn er geggjaður hitaður upp líka.

Á heimasíðu Júlíu lifdutilfulls.is má einnig sækja fjölda ókeypis uppskrifta, upplýsingar um uppskriftabókina Lifðu Til Fulls og gagnleg ráð að breyttum lífsstíl. www.lifdutilfulls.is.