Vatnskefir – búðu til þinn eigin gómsæta góðgerladrykk

Vatnskefir er góðgerlakúltúr sem er notaður til að gerja vatn og sykur í náttúrulegan gosdrykk sem er fullur af góðum gerlum.

Vatnskefir, eins og mjólkurkefir, er kúltúr sem enginn veit nákvæmlega hvernig varð til. Einhvern tímann í fyrndinni hefur hann sennilega orðið til fyrir tilviljun, fólk áttað sig á að þetta væri eitthvað sem mætti nýta og hefur síðan gengið á milli fólks og kynslóða.

Núna, þegar vitneskja um gerlaflóruna og mikilvægi hennar er orðin svo gott sem á allra vitorði, er orðið meira um það að fólk leiti aftur í gamlar hefðir. Súrdeig og kombucha eru t.d. komin aftur í tísku og kefir fylgir fast á hæla þeirra.

Það góða við kefir er að það er rosalega einfalt að nota hann. Þetta er öflugur kúltúr sem gerjar við stofuhita án þess að þú þurfir að hafa mikið fyrir því. Mesti vandinn er sennilega að virkja kornin því þú kaupir þau þurrkuð. Það er samt mjög lítill vandi og ef þú fylgir leiðbeiningunum ættir þú ekki að lenda í neinum vandræðum.

Það besta við kefir er sennilega það að þú getur átt hann að eilífu ef þú hugsar vel um hann. Þarft bara að fóðra hann með sykurvatni a.m.k. annan hvern dag og framleiðir í leiðinni þinn eigin, gómsæta góðgerladrykk.

Það er hægt að leika sér helling með vatnskefir. Bragðbæta eftir gerjun og láta hann gerjast áfram á flöskum til að fá meiri kolsýru.

Hann er mildur á bragðið og frábær í staðinn fyrir aðra gosdrykki.

Vatnskefirinn fæst í Heilsuhúsinu.